Lífeyriskerfið þarf að endurmeta Ögmundur Jónasson skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Róttækrar hugsunar er þörf til að endurskipuleggja lífeyriskerfi landsmanna. Í ljósi reynslunnar þarf að endurskoða alla stefnumótun og lagaumgjörð. Fólki mislíkar að fjármunir þess séu háðir duttlungum markaðar í þeim mæli sem nú er, en ekki nýttir til markvissarar uppbyggingar á innviðum samfélagsins eins og gert var í meira mæli fyrr á tíð. Þá er augljóst að lífeyrissjóðakerfið í núverandi mynd er orðið of stórt fyrir íslenska hagkerfið. Lífeyrissjóðirnir fjárfesta fyrir um 120 milljarða á ári. Helminginn mega þeir fara með úr landi, svo framarlega sem gjaldeyrisforðinn leyfir. Hinn helminginn verða þeir að fjárfesta hér heima. Það geta þeir gert hjá ríki og sveitarfélögum, sem að mínum dómi er heppilegasti kosturinn. En eftirspurn opinberra aðila eru takmörk sett og má hugsa sér að hluti þess fjármagns sem fólk leggur til lífeyris, og byggir á sjóðsmyndun, fari til fjárfestinga í atvinnulífinu. Ég tel hins vegar að blandan í okkar lífeyriskokkteil þurfi að breytast hvað varðar ráðstöfun iðgjalda og aðra fjármögnun á kerfinu. Að mínu mati þarf að minnka hina markaðsvæddu sjóðsmyndun. Ég tel að falla eigi frá fyrri áformum um að draga markvisst úr vægi almannatrygginga í lífeyriskerfinu. Alamannatryggingar mætti fjármagna að hluta til með iðgjöldum sem rynnu til Almannatrygginga en einnig með skattfé. Drýgstur hluti þess fjár gæti komið úr nýjum Auðlindasjóði sem um er rætt að setja á laggirnar. En svo að það sé sagt alveg skýrt: Nýtt kerfi á ekki að byggja á afturvirkri skerðingu fyrri kerfa. Um þau samdi fólk og verður að geta gengið að þeim rétti vísum sem það iðulega fórnaði kauphækkunum til að öðlast. Það breytir því ekki að lífeyriskerfin verða að koma til endurskoðunar inn í framtíðina og ber að fagna þeirri umræðu sem nú er hafin í þessa veru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Róttækrar hugsunar er þörf til að endurskipuleggja lífeyriskerfi landsmanna. Í ljósi reynslunnar þarf að endurskoða alla stefnumótun og lagaumgjörð. Fólki mislíkar að fjármunir þess séu háðir duttlungum markaðar í þeim mæli sem nú er, en ekki nýttir til markvissarar uppbyggingar á innviðum samfélagsins eins og gert var í meira mæli fyrr á tíð. Þá er augljóst að lífeyrissjóðakerfið í núverandi mynd er orðið of stórt fyrir íslenska hagkerfið. Lífeyrissjóðirnir fjárfesta fyrir um 120 milljarða á ári. Helminginn mega þeir fara með úr landi, svo framarlega sem gjaldeyrisforðinn leyfir. Hinn helminginn verða þeir að fjárfesta hér heima. Það geta þeir gert hjá ríki og sveitarfélögum, sem að mínum dómi er heppilegasti kosturinn. En eftirspurn opinberra aðila eru takmörk sett og má hugsa sér að hluti þess fjármagns sem fólk leggur til lífeyris, og byggir á sjóðsmyndun, fari til fjárfestinga í atvinnulífinu. Ég tel hins vegar að blandan í okkar lífeyriskokkteil þurfi að breytast hvað varðar ráðstöfun iðgjalda og aðra fjármögnun á kerfinu. Að mínu mati þarf að minnka hina markaðsvæddu sjóðsmyndun. Ég tel að falla eigi frá fyrri áformum um að draga markvisst úr vægi almannatrygginga í lífeyriskerfinu. Alamannatryggingar mætti fjármagna að hluta til með iðgjöldum sem rynnu til Almannatrygginga en einnig með skattfé. Drýgstur hluti þess fjár gæti komið úr nýjum Auðlindasjóði sem um er rætt að setja á laggirnar. En svo að það sé sagt alveg skýrt: Nýtt kerfi á ekki að byggja á afturvirkri skerðingu fyrri kerfa. Um þau samdi fólk og verður að geta gengið að þeim rétti vísum sem það iðulega fórnaði kauphækkunum til að öðlast. Það breytir því ekki að lífeyriskerfin verða að koma til endurskoðunar inn í framtíðina og ber að fagna þeirri umræðu sem nú er hafin í þessa veru.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun