Af hverju læra börn ekki að lesa? Sölvi Sveinsson skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Svarið er þversagnakennt: Af því að þau lesa ekki nóg. Sökin liggur víða. Hjá skólum að því leyti að svo var um hríð að lestur var einungis sjálfstæð kennslugrein í mörgum skólum upp í 3. eða 4. bekk, en þá hafa mörg börn ekki náð fullum tökum á þessu undri sem lestur er. Um leið fjölgar svokölluðum lesgreinum auk þess sem stærðfræði krefst þess einnig að börn skilji það sem þau lesa. Lestur og lesskilningur eru í námskrá fyrir alla bekki grunnskóla. Þess vegna verða allir skólar að leggjast á árar og kenna lestur markvissar og lengur en nú er gert, ekki kannski öllum, en þeim sem enn hiksta, og lesskilning þarf sífellt að örva. Ef til vill vantar eitthvað upp á þjálfun í lestrarkennslu af hálfu þeirrar menntastofnunar sem brautskráir nær alla íslenska kennara – og alveg er það fráleitt að sniðganga móðurmál við lengingu kennaranáms. Allir kennarar eru íslenskukennarar. Eða er það liðin tíð? Því næst er við heimili og þjóðfélag að sakast. Þegar ég byrjaði í skóla haustið 1957 vorum við flest læs að einhverju marki, mörg fluglæs. Eftir skóla var að engu að hverfa nema bók eða leik; rás eitt var eina útvarpsstöðin, sjónvarp enn bak við fjall tímans og bíó bara kl. 5 á sunnudögum. Þar sem amma eða afi var í horninu hjá foreldrum var oft gripið í spil, marjas, rommí og kasínu, þroskandi tveggja manna spil. Við lærðum líklega öll að tefla. PlayStation, FM og sólarhringssjónvarp, enn í fjarskanum. Nú er öldin önnur. Bókin hefur einfaldlega þokað fyrir fjölmiðlum sem bjóða upp á annars konar afþreyingu, gjarnan einstefnumiðlun þar sem börnin sitja og horfa eða hlusta eða gagnvirka miðlun þar sem eru tölvuleikirnir sem einkum höfða til drengja; allt of fá börn kunna nú spil eins og rommí, marjas og kasínu! Vissulega kunna þau ýmislegt annað sem að vísu er ekki jafnhvetjandi og ofangreind spil; það má margt spjalla yfir spilum, en flest er ósagt látið ef barn situr eitt við tölvu. Þjóðfélagið hefur síðan breyst á hálfri öld með þeim hætti að nú eru nær öll börn frá eins árs aldri í leikskóla þangað til þau byrja í grunnskóla. Vinnudagur þeirra yngstu er langur, frá 8 til 5 og jafnvel lengur. Langflestir foreldrar vinna utan heimilis þótt nú um stundir séu reyndar fleiri foreldrar heima en venjulega vegna atvinnuleysis. Stór hluti yngstu grunnskólabarnanna er í síðdegisgæslu, mörg börn til fimm. Allir eru þreyttir þegar heim er komið, en þó lesa mörg börn heima, en of mörg einungis örfáar síður af skyldurækni við kennara sinn eða skólann. Því miður er líka nokkur hópur sem ekki opnar bók heima fyrir. Skólar geta aldrei borið ábyrgð á uppeldi barna þótt þau dveljist í skólahúsinu lengur en heima yfir daginn. Kennarar taka þátt í uppeldi, vissulega, en foreldrarnir bera ábyrgðina. Foreldrar verða að venja börn við bók frá frumbernsku, lesa fyrir börn, lesa með þeim, lesa til skiptis þegar börn eru farin að stauta. Öðru vísi er allt unnið fyrir gýg. Í skólum er börnum kennt að lesa, en þeir einir verða fluglæsir sem lesa mikið heima. Í þeim skóla sem ég stjórna er mikil áhersla lögð á lestur, alveg frá 5 ára bekk og upp í 10. bekk. Við ætlumst til þess að börn lesi heima, þau lesa dag hvern í skólanum. Nú ætlum við að gjörbreyta síðdegisvistinni og námstengja hana betur en verið hefur. Leik- og grunnskólakennarar verða ráðnir, boðið verður upp á dans, tónmennt, skák, leiklist, myndmennt, útivist o.fl. sem styrkir börn í amstri daganna, og síðast en ekki síst aðstoð við heimanám af ýmsu tagi. Það er hins vegar algjörlega skýrt af skólans hálfu að við ætlumst til þess af foreldrum barnanna okkar að þeir lesi með börnum sínum dag hvern allan ársins hring. Árið er 365 dagar, en skólaárið er einungis 180 dagar. Þannig hefst þetta, ekki öðruvísi. Meira um tölvuleiki og ólæsi drengja síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Svarið er þversagnakennt: Af því að þau lesa ekki nóg. Sökin liggur víða. Hjá skólum að því leyti að svo var um hríð að lestur var einungis sjálfstæð kennslugrein í mörgum skólum upp í 3. eða 4. bekk, en þá hafa mörg börn ekki náð fullum tökum á þessu undri sem lestur er. Um leið fjölgar svokölluðum lesgreinum auk þess sem stærðfræði krefst þess einnig að börn skilji það sem þau lesa. Lestur og lesskilningur eru í námskrá fyrir alla bekki grunnskóla. Þess vegna verða allir skólar að leggjast á árar og kenna lestur markvissar og lengur en nú er gert, ekki kannski öllum, en þeim sem enn hiksta, og lesskilning þarf sífellt að örva. Ef til vill vantar eitthvað upp á þjálfun í lestrarkennslu af hálfu þeirrar menntastofnunar sem brautskráir nær alla íslenska kennara – og alveg er það fráleitt að sniðganga móðurmál við lengingu kennaranáms. Allir kennarar eru íslenskukennarar. Eða er það liðin tíð? Því næst er við heimili og þjóðfélag að sakast. Þegar ég byrjaði í skóla haustið 1957 vorum við flest læs að einhverju marki, mörg fluglæs. Eftir skóla var að engu að hverfa nema bók eða leik; rás eitt var eina útvarpsstöðin, sjónvarp enn bak við fjall tímans og bíó bara kl. 5 á sunnudögum. Þar sem amma eða afi var í horninu hjá foreldrum var oft gripið í spil, marjas, rommí og kasínu, þroskandi tveggja manna spil. Við lærðum líklega öll að tefla. PlayStation, FM og sólarhringssjónvarp, enn í fjarskanum. Nú er öldin önnur. Bókin hefur einfaldlega þokað fyrir fjölmiðlum sem bjóða upp á annars konar afþreyingu, gjarnan einstefnumiðlun þar sem börnin sitja og horfa eða hlusta eða gagnvirka miðlun þar sem eru tölvuleikirnir sem einkum höfða til drengja; allt of fá börn kunna nú spil eins og rommí, marjas og kasínu! Vissulega kunna þau ýmislegt annað sem að vísu er ekki jafnhvetjandi og ofangreind spil; það má margt spjalla yfir spilum, en flest er ósagt látið ef barn situr eitt við tölvu. Þjóðfélagið hefur síðan breyst á hálfri öld með þeim hætti að nú eru nær öll börn frá eins árs aldri í leikskóla þangað til þau byrja í grunnskóla. Vinnudagur þeirra yngstu er langur, frá 8 til 5 og jafnvel lengur. Langflestir foreldrar vinna utan heimilis þótt nú um stundir séu reyndar fleiri foreldrar heima en venjulega vegna atvinnuleysis. Stór hluti yngstu grunnskólabarnanna er í síðdegisgæslu, mörg börn til fimm. Allir eru þreyttir þegar heim er komið, en þó lesa mörg börn heima, en of mörg einungis örfáar síður af skyldurækni við kennara sinn eða skólann. Því miður er líka nokkur hópur sem ekki opnar bók heima fyrir. Skólar geta aldrei borið ábyrgð á uppeldi barna þótt þau dveljist í skólahúsinu lengur en heima yfir daginn. Kennarar taka þátt í uppeldi, vissulega, en foreldrarnir bera ábyrgðina. Foreldrar verða að venja börn við bók frá frumbernsku, lesa fyrir börn, lesa með þeim, lesa til skiptis þegar börn eru farin að stauta. Öðru vísi er allt unnið fyrir gýg. Í skólum er börnum kennt að lesa, en þeir einir verða fluglæsir sem lesa mikið heima. Í þeim skóla sem ég stjórna er mikil áhersla lögð á lestur, alveg frá 5 ára bekk og upp í 10. bekk. Við ætlumst til þess að börn lesi heima, þau lesa dag hvern í skólanum. Nú ætlum við að gjörbreyta síðdegisvistinni og námstengja hana betur en verið hefur. Leik- og grunnskólakennarar verða ráðnir, boðið verður upp á dans, tónmennt, skák, leiklist, myndmennt, útivist o.fl. sem styrkir börn í amstri daganna, og síðast en ekki síst aðstoð við heimanám af ýmsu tagi. Það er hins vegar algjörlega skýrt af skólans hálfu að við ætlumst til þess af foreldrum barnanna okkar að þeir lesi með börnum sínum dag hvern allan ársins hring. Árið er 365 dagar, en skólaárið er einungis 180 dagar. Þannig hefst þetta, ekki öðruvísi. Meira um tölvuleiki og ólæsi drengja síðar.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun