Af hverju læra börn ekki að lesa? Sölvi Sveinsson skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Svarið er þversagnakennt: Af því að þau lesa ekki nóg. Sökin liggur víða. Hjá skólum að því leyti að svo var um hríð að lestur var einungis sjálfstæð kennslugrein í mörgum skólum upp í 3. eða 4. bekk, en þá hafa mörg börn ekki náð fullum tökum á þessu undri sem lestur er. Um leið fjölgar svokölluðum lesgreinum auk þess sem stærðfræði krefst þess einnig að börn skilji það sem þau lesa. Lestur og lesskilningur eru í námskrá fyrir alla bekki grunnskóla. Þess vegna verða allir skólar að leggjast á árar og kenna lestur markvissar og lengur en nú er gert, ekki kannski öllum, en þeim sem enn hiksta, og lesskilning þarf sífellt að örva. Ef til vill vantar eitthvað upp á þjálfun í lestrarkennslu af hálfu þeirrar menntastofnunar sem brautskráir nær alla íslenska kennara – og alveg er það fráleitt að sniðganga móðurmál við lengingu kennaranáms. Allir kennarar eru íslenskukennarar. Eða er það liðin tíð? Því næst er við heimili og þjóðfélag að sakast. Þegar ég byrjaði í skóla haustið 1957 vorum við flest læs að einhverju marki, mörg fluglæs. Eftir skóla var að engu að hverfa nema bók eða leik; rás eitt var eina útvarpsstöðin, sjónvarp enn bak við fjall tímans og bíó bara kl. 5 á sunnudögum. Þar sem amma eða afi var í horninu hjá foreldrum var oft gripið í spil, marjas, rommí og kasínu, þroskandi tveggja manna spil. Við lærðum líklega öll að tefla. PlayStation, FM og sólarhringssjónvarp, enn í fjarskanum. Nú er öldin önnur. Bókin hefur einfaldlega þokað fyrir fjölmiðlum sem bjóða upp á annars konar afþreyingu, gjarnan einstefnumiðlun þar sem börnin sitja og horfa eða hlusta eða gagnvirka miðlun þar sem eru tölvuleikirnir sem einkum höfða til drengja; allt of fá börn kunna nú spil eins og rommí, marjas og kasínu! Vissulega kunna þau ýmislegt annað sem að vísu er ekki jafnhvetjandi og ofangreind spil; það má margt spjalla yfir spilum, en flest er ósagt látið ef barn situr eitt við tölvu. Þjóðfélagið hefur síðan breyst á hálfri öld með þeim hætti að nú eru nær öll börn frá eins árs aldri í leikskóla þangað til þau byrja í grunnskóla. Vinnudagur þeirra yngstu er langur, frá 8 til 5 og jafnvel lengur. Langflestir foreldrar vinna utan heimilis þótt nú um stundir séu reyndar fleiri foreldrar heima en venjulega vegna atvinnuleysis. Stór hluti yngstu grunnskólabarnanna er í síðdegisgæslu, mörg börn til fimm. Allir eru þreyttir þegar heim er komið, en þó lesa mörg börn heima, en of mörg einungis örfáar síður af skyldurækni við kennara sinn eða skólann. Því miður er líka nokkur hópur sem ekki opnar bók heima fyrir. Skólar geta aldrei borið ábyrgð á uppeldi barna þótt þau dveljist í skólahúsinu lengur en heima yfir daginn. Kennarar taka þátt í uppeldi, vissulega, en foreldrarnir bera ábyrgðina. Foreldrar verða að venja börn við bók frá frumbernsku, lesa fyrir börn, lesa með þeim, lesa til skiptis þegar börn eru farin að stauta. Öðru vísi er allt unnið fyrir gýg. Í skólum er börnum kennt að lesa, en þeir einir verða fluglæsir sem lesa mikið heima. Í þeim skóla sem ég stjórna er mikil áhersla lögð á lestur, alveg frá 5 ára bekk og upp í 10. bekk. Við ætlumst til þess að börn lesi heima, þau lesa dag hvern í skólanum. Nú ætlum við að gjörbreyta síðdegisvistinni og námstengja hana betur en verið hefur. Leik- og grunnskólakennarar verða ráðnir, boðið verður upp á dans, tónmennt, skák, leiklist, myndmennt, útivist o.fl. sem styrkir börn í amstri daganna, og síðast en ekki síst aðstoð við heimanám af ýmsu tagi. Það er hins vegar algjörlega skýrt af skólans hálfu að við ætlumst til þess af foreldrum barnanna okkar að þeir lesi með börnum sínum dag hvern allan ársins hring. Árið er 365 dagar, en skólaárið er einungis 180 dagar. Þannig hefst þetta, ekki öðruvísi. Meira um tölvuleiki og ólæsi drengja síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Svarið er þversagnakennt: Af því að þau lesa ekki nóg. Sökin liggur víða. Hjá skólum að því leyti að svo var um hríð að lestur var einungis sjálfstæð kennslugrein í mörgum skólum upp í 3. eða 4. bekk, en þá hafa mörg börn ekki náð fullum tökum á þessu undri sem lestur er. Um leið fjölgar svokölluðum lesgreinum auk þess sem stærðfræði krefst þess einnig að börn skilji það sem þau lesa. Lestur og lesskilningur eru í námskrá fyrir alla bekki grunnskóla. Þess vegna verða allir skólar að leggjast á árar og kenna lestur markvissar og lengur en nú er gert, ekki kannski öllum, en þeim sem enn hiksta, og lesskilning þarf sífellt að örva. Ef til vill vantar eitthvað upp á þjálfun í lestrarkennslu af hálfu þeirrar menntastofnunar sem brautskráir nær alla íslenska kennara – og alveg er það fráleitt að sniðganga móðurmál við lengingu kennaranáms. Allir kennarar eru íslenskukennarar. Eða er það liðin tíð? Því næst er við heimili og þjóðfélag að sakast. Þegar ég byrjaði í skóla haustið 1957 vorum við flest læs að einhverju marki, mörg fluglæs. Eftir skóla var að engu að hverfa nema bók eða leik; rás eitt var eina útvarpsstöðin, sjónvarp enn bak við fjall tímans og bíó bara kl. 5 á sunnudögum. Þar sem amma eða afi var í horninu hjá foreldrum var oft gripið í spil, marjas, rommí og kasínu, þroskandi tveggja manna spil. Við lærðum líklega öll að tefla. PlayStation, FM og sólarhringssjónvarp, enn í fjarskanum. Nú er öldin önnur. Bókin hefur einfaldlega þokað fyrir fjölmiðlum sem bjóða upp á annars konar afþreyingu, gjarnan einstefnumiðlun þar sem börnin sitja og horfa eða hlusta eða gagnvirka miðlun þar sem eru tölvuleikirnir sem einkum höfða til drengja; allt of fá börn kunna nú spil eins og rommí, marjas og kasínu! Vissulega kunna þau ýmislegt annað sem að vísu er ekki jafnhvetjandi og ofangreind spil; það má margt spjalla yfir spilum, en flest er ósagt látið ef barn situr eitt við tölvu. Þjóðfélagið hefur síðan breyst á hálfri öld með þeim hætti að nú eru nær öll börn frá eins árs aldri í leikskóla þangað til þau byrja í grunnskóla. Vinnudagur þeirra yngstu er langur, frá 8 til 5 og jafnvel lengur. Langflestir foreldrar vinna utan heimilis þótt nú um stundir séu reyndar fleiri foreldrar heima en venjulega vegna atvinnuleysis. Stór hluti yngstu grunnskólabarnanna er í síðdegisgæslu, mörg börn til fimm. Allir eru þreyttir þegar heim er komið, en þó lesa mörg börn heima, en of mörg einungis örfáar síður af skyldurækni við kennara sinn eða skólann. Því miður er líka nokkur hópur sem ekki opnar bók heima fyrir. Skólar geta aldrei borið ábyrgð á uppeldi barna þótt þau dveljist í skólahúsinu lengur en heima yfir daginn. Kennarar taka þátt í uppeldi, vissulega, en foreldrarnir bera ábyrgðina. Foreldrar verða að venja börn við bók frá frumbernsku, lesa fyrir börn, lesa með þeim, lesa til skiptis þegar börn eru farin að stauta. Öðru vísi er allt unnið fyrir gýg. Í skólum er börnum kennt að lesa, en þeir einir verða fluglæsir sem lesa mikið heima. Í þeim skóla sem ég stjórna er mikil áhersla lögð á lestur, alveg frá 5 ára bekk og upp í 10. bekk. Við ætlumst til þess að börn lesi heima, þau lesa dag hvern í skólanum. Nú ætlum við að gjörbreyta síðdegisvistinni og námstengja hana betur en verið hefur. Leik- og grunnskólakennarar verða ráðnir, boðið verður upp á dans, tónmennt, skák, leiklist, myndmennt, útivist o.fl. sem styrkir börn í amstri daganna, og síðast en ekki síst aðstoð við heimanám af ýmsu tagi. Það er hins vegar algjörlega skýrt af skólans hálfu að við ætlumst til þess af foreldrum barnanna okkar að þeir lesi með börnum sínum dag hvern allan ársins hring. Árið er 365 dagar, en skólaárið er einungis 180 dagar. Þannig hefst þetta, ekki öðruvísi. Meira um tölvuleiki og ólæsi drengja síðar.
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar