Melódísk og tregafull Trausti Júlíusson skrifar 16. febrúar 2012 21:00 Low Roar. Low Roar er listamannsnafn Ryans Karazija frá Kaliforníu. Ryan var áður meðlimur í hljómsveitinni Audrye Sessions sem gaf út samnefnda plötu árið 2009. Í dag er Ryan hins vegar búinn að vera búsettur á Íslandi í tvö ár og er giftur íslenskri konu. Hann vann Low Roar-plötuna bæði í Reykjavík og Los Angeles en bandaríska plötuútgáfan Tonequake Records gaf hana út í nóvember síðastliðnum. Ryan semur lög og texta, syngur og spilar á flest hljóðfærin, en á meðal aðstoðarhljóðfæraleikara eru tveir Íslendingar. Tónlistin á plötunni er melódískt og tregafullt indípopp. Þó að Ryan nái að skapa mjög sterka stemningu í tónlistinni þá er undirspilið oftast frekar naumhyggjulegt. Söngurinn er fullur af tilfinningu en söngstíl Ryans hefur, réttilega, oft verið líkt við Thom Yorke, söngvara Radiohead. Low Roar er svolítið seintekin plata, en eftir nokkrar umferðir í spilaranum nær hún valdi á hlustandanum. Hljómurinn er mjög flottur. Hún hefur sterka heildarmynd og er öll góð, en samt hafa lögin flest sín sérkenni. Þetta er hæggeng tónlist en áhrifarík. Ryan er góður lagasmiður og eins og áður segir eru öll lögin góð og þess vegna erfitt að taka einstök lög út úr, en ég nefni samt þrjú. Patience einkennist af mjög flottum strengjaundirleik, Friends Make Garbage (Good Friends Take It Out) er svolítið léttara heldur en afgangurinn af plötunni, væntanlega fyrsta lag í útvarpsspilun og Help Me er almagnað – hægt og melankólískt. Á heildina litið er Low Roar frábær plata frá listamanni sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Niðurstaða: Kaliforníumaðurinn og Reykvíkingurinn Ryan Karazija með firnasterka frumsmíð. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Low Roar er listamannsnafn Ryans Karazija frá Kaliforníu. Ryan var áður meðlimur í hljómsveitinni Audrye Sessions sem gaf út samnefnda plötu árið 2009. Í dag er Ryan hins vegar búinn að vera búsettur á Íslandi í tvö ár og er giftur íslenskri konu. Hann vann Low Roar-plötuna bæði í Reykjavík og Los Angeles en bandaríska plötuútgáfan Tonequake Records gaf hana út í nóvember síðastliðnum. Ryan semur lög og texta, syngur og spilar á flest hljóðfærin, en á meðal aðstoðarhljóðfæraleikara eru tveir Íslendingar. Tónlistin á plötunni er melódískt og tregafullt indípopp. Þó að Ryan nái að skapa mjög sterka stemningu í tónlistinni þá er undirspilið oftast frekar naumhyggjulegt. Söngurinn er fullur af tilfinningu en söngstíl Ryans hefur, réttilega, oft verið líkt við Thom Yorke, söngvara Radiohead. Low Roar er svolítið seintekin plata, en eftir nokkrar umferðir í spilaranum nær hún valdi á hlustandanum. Hljómurinn er mjög flottur. Hún hefur sterka heildarmynd og er öll góð, en samt hafa lögin flest sín sérkenni. Þetta er hæggeng tónlist en áhrifarík. Ryan er góður lagasmiður og eins og áður segir eru öll lögin góð og þess vegna erfitt að taka einstök lög út úr, en ég nefni samt þrjú. Patience einkennist af mjög flottum strengjaundirleik, Friends Make Garbage (Good Friends Take It Out) er svolítið léttara heldur en afgangurinn af plötunni, væntanlega fyrsta lag í útvarpsspilun og Help Me er almagnað – hægt og melankólískt. Á heildina litið er Low Roar frábær plata frá listamanni sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Niðurstaða: Kaliforníumaðurinn og Reykvíkingurinn Ryan Karazija með firnasterka frumsmíð.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira