Snerting úr annarri vídd Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. febrúar 2012 06:00 Við tilheyrum sama myrkrinu Bækur. Við tilheyrum sama myrkrinu. Kristín Ómarsdóttir. Stella. Kristín Ómarsdóttir er einstök í röðum íslenskra rithöfunda. Hugarheimur hennar er ferskur og skemmtilega öðruvísi og hún kemur á óvart með hverri nýrri bók. Við tilheyrum sama myrkrinu samanstendur af sex smásögum um vináttu þokkadísanna Marilyn Monroe og Gretu Garbo auk eins ljóðs um amerísku móðurina sem lagt er í munn, eða öllu heldur penna, Marilyn. Inn í sögurnar af samskiptum þeirra vinkvennanna er fléttað sögum sem þær segja hvor annarri og úr verður heillandi heimur hugarflugs og sterkra mynda. Kristín málar nefnilega myndverk með orðunum. Litir, birta og hreyfing skipa stóran sess í textanum og sögurnar minna á köflum á slædsmyndasýningu. Sögurnar sex eru reyndar töluvert misjafnar að gæðum og sú síðasta til muna slökust, sem er synd þar sem fyrstu sögurnar tvær og ljóðið langa hafa byggt upp í huga lesandans væntingar til glæsilegs lokahnykks. Varla þarf að taka það fram að lýsingarnar á samskiptum þeirra stallsystra eru skáldskapur frá upphafi til enda. Engu að síður spretta þær ljóslifandi upp af síðunum; þunglynda, lesbíska ísdrottningin og kynlífskettlingurinn bókhneigði og gjafmildi. Þær eiga fegurðina og aðdáun heimsins sameiginlega en fátt annað. Vinátta þeirra er bandalag kvenna sem standa utan við hinn raunverulega heim þar sem ímyndin er allt og enginn kærir sig um að kynnast þeim í raun og veru. Þær eru dæmdar til eilífrar veru í Valhöll heimsfrægðarinnar og sú vera getur verið ansi köld og einmanaleg. Stíll Kristínar er jafn sérstakur og hugmyndirnar. Langir flæðandi kaflar eru brotnir upp með stakkató myndbrotum í knöppum stíl og með allt öðru innihaldi og áhrifin verða eins og að vera vakin með löðrungi. Bókina prýðir fjöldi teikninga eftir höfundinn sjálfan sem sýna þær Monroe og Garbo í þeim hlutverkum sem heimurinn hefur skikkað þær í og stangast skemmtilega á við þá mynd af þeim sem birtist í textanum. Niðurstaða: Myndrænar og óvenjulegar sögur af vináttu sem aldrei átti sér stað, fullar af hugmyndaauðgi og óvæntum hlykkjum. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur. Við tilheyrum sama myrkrinu. Kristín Ómarsdóttir. Stella. Kristín Ómarsdóttir er einstök í röðum íslenskra rithöfunda. Hugarheimur hennar er ferskur og skemmtilega öðruvísi og hún kemur á óvart með hverri nýrri bók. Við tilheyrum sama myrkrinu samanstendur af sex smásögum um vináttu þokkadísanna Marilyn Monroe og Gretu Garbo auk eins ljóðs um amerísku móðurina sem lagt er í munn, eða öllu heldur penna, Marilyn. Inn í sögurnar af samskiptum þeirra vinkvennanna er fléttað sögum sem þær segja hvor annarri og úr verður heillandi heimur hugarflugs og sterkra mynda. Kristín málar nefnilega myndverk með orðunum. Litir, birta og hreyfing skipa stóran sess í textanum og sögurnar minna á köflum á slædsmyndasýningu. Sögurnar sex eru reyndar töluvert misjafnar að gæðum og sú síðasta til muna slökust, sem er synd þar sem fyrstu sögurnar tvær og ljóðið langa hafa byggt upp í huga lesandans væntingar til glæsilegs lokahnykks. Varla þarf að taka það fram að lýsingarnar á samskiptum þeirra stallsystra eru skáldskapur frá upphafi til enda. Engu að síður spretta þær ljóslifandi upp af síðunum; þunglynda, lesbíska ísdrottningin og kynlífskettlingurinn bókhneigði og gjafmildi. Þær eiga fegurðina og aðdáun heimsins sameiginlega en fátt annað. Vinátta þeirra er bandalag kvenna sem standa utan við hinn raunverulega heim þar sem ímyndin er allt og enginn kærir sig um að kynnast þeim í raun og veru. Þær eru dæmdar til eilífrar veru í Valhöll heimsfrægðarinnar og sú vera getur verið ansi köld og einmanaleg. Stíll Kristínar er jafn sérstakur og hugmyndirnar. Langir flæðandi kaflar eru brotnir upp með stakkató myndbrotum í knöppum stíl og með allt öðru innihaldi og áhrifin verða eins og að vera vakin með löðrungi. Bókina prýðir fjöldi teikninga eftir höfundinn sjálfan sem sýna þær Monroe og Garbo í þeim hlutverkum sem heimurinn hefur skikkað þær í og stangast skemmtilega á við þá mynd af þeim sem birtist í textanum. Niðurstaða: Myndrænar og óvenjulegar sögur af vináttu sem aldrei átti sér stað, fullar af hugmyndaauðgi og óvæntum hlykkjum.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira