Leita að ungu fólki í raunveruleikaþátt 8. febrúar 2012 11:00 Hildur Margrétardóttir og Herbert Sveinbjörnsson framleiða íslenska raunveruleikþætti og leita að stúlkum og strákum á aldrinum 18-25 ára til að taka þátt. Fréttablaðið/stefán „Þetta þurfa að vera einstaklingar sem eru tilbúnir að opinbera sig og fara í smá sjálfskoðun í leiðinni,“ segir Hildur Margrétardóttir, framleiðandi sem leitar nú að ungu fólki til að taka þátt íslenskum raunveruleikaþáttum. Þættirnir eru þó ekki eins og raunveruleikaþættir á borð við Keeping Up with the Kardashians, Big Brother og Survivor því markmiðið þessara þátta er að varpa ljósi á veruleika íslenskra ungmenna í dag. Verkefnið er að danskri fyrirmynd en þar var hver þáttur sýndur á vefmiðli dagblaðsins Politiken. „Þetta verða raunveruleikaþættir en án tilbúins veruleika eins og flestir þættir sem eru í gangi í dag. Einskonar dagbók. Verkefnið mældist vel fyrir og þótti gefa góða innsýn inn í líf unga fólksins í Danmörku. Það jókst bæði skilningur og samkennd hjá áhorfandanum,“ segir Hildur sem framleiðir þættina ásamt Herberti Sveinbjörnssyni fyrir Edison Lifandi Ljósmyndir. Hildur og Herbert leita nú að tveimur stúlkum og tveimur strákum á aldrinum 18-25 sem vilja fá myndavél í hendurnar og skuldbinda sig til að festa líf sitt á filmu í 10 vikur. Áætlað er að gera þetta á svipuðum tíma í hinum Norðurlöndunum og því verður hægt að bera saman vefþættina. „Við áætlum að tökur hefjist í mars og stefnum á að birta einn þátt á viku um hvern einstakling. Við leitum nú að heppilegum vefmiðli til að birta þættina á,“ segir Hildur og viðurkennir að þeir sem sækja um verða að vera tilbúnir að opna sig um líf sitt. Hægt er að senda umsóknir á póstfangið doxwiseisland@gmail.com en einnig er hægt að fræðast meira um verkefnið á Facebook síðu Doxwise. -áp Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
„Þetta þurfa að vera einstaklingar sem eru tilbúnir að opinbera sig og fara í smá sjálfskoðun í leiðinni,“ segir Hildur Margrétardóttir, framleiðandi sem leitar nú að ungu fólki til að taka þátt íslenskum raunveruleikaþáttum. Þættirnir eru þó ekki eins og raunveruleikaþættir á borð við Keeping Up with the Kardashians, Big Brother og Survivor því markmiðið þessara þátta er að varpa ljósi á veruleika íslenskra ungmenna í dag. Verkefnið er að danskri fyrirmynd en þar var hver þáttur sýndur á vefmiðli dagblaðsins Politiken. „Þetta verða raunveruleikaþættir en án tilbúins veruleika eins og flestir þættir sem eru í gangi í dag. Einskonar dagbók. Verkefnið mældist vel fyrir og þótti gefa góða innsýn inn í líf unga fólksins í Danmörku. Það jókst bæði skilningur og samkennd hjá áhorfandanum,“ segir Hildur sem framleiðir þættina ásamt Herberti Sveinbjörnssyni fyrir Edison Lifandi Ljósmyndir. Hildur og Herbert leita nú að tveimur stúlkum og tveimur strákum á aldrinum 18-25 sem vilja fá myndavél í hendurnar og skuldbinda sig til að festa líf sitt á filmu í 10 vikur. Áætlað er að gera þetta á svipuðum tíma í hinum Norðurlöndunum og því verður hægt að bera saman vefþættina. „Við áætlum að tökur hefjist í mars og stefnum á að birta einn þátt á viku um hvern einstakling. Við leitum nú að heppilegum vefmiðli til að birta þættina á,“ segir Hildur og viðurkennir að þeir sem sækja um verða að vera tilbúnir að opna sig um líf sitt. Hægt er að senda umsóknir á póstfangið doxwiseisland@gmail.com en einnig er hægt að fræðast meira um verkefnið á Facebook síðu Doxwise. -áp
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira