Engin kraftaverk á Króknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2012 07:00 Bárður Eyþórsson hefur náð frábærum árangri með Tindastólsliðið á þessu tímabili. Mynd/Anton KörfuboltiTindastóll byrjaði tímabilið ekki vel og stjórnarmenn körfuknattleiksdeildarinnar urðu síðan að hafa snör handtök þegar þjálfarinn Borce Ilievski hætti með liðið eftir þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum. Tindastóll hafði hins vegar heppnina með sér þegar félagið datt niður á Bárð Eyþórsson, ferskan eftir góðan tíma á sjónum og tilbúinn í slaginn á ný. Bárður hafði ekki þjálfað síðan hann hætti með Fjölni vorið 2010 en var fljótur að rífa Stólana upp og nú eru þeir orðnir eitt heitasta liðið í karlakörfunni. „Ég byrjaði ekkert að vinna hérna þó að það hafi síðan gerst fljótlega," segir Bárður en fjórir fyrstu leikirnir töpuðust þar af tveir þeirra á móti tveimur heitustu liðum deildarinnar. Tindastóll vann fyrsta leikinn á móti Val 10. nóvember og síðan þá hefur liðið varla tapað leik. Tindastóll sló Njarðvík út úr átta liða úrslitum bikarsins á sunnudagskvöldið sem var tíundi sigurinn í síðustu tólf leikjum. Allir vissu hvað bjó í liðinuMynd/Anton„Ég held að allir hafi vitað að það bjó mikið í þessu liði og þess vegna tók ég þetta að mér," sagði Bárður og hann mun fylgjast vel með í dag þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins. „Þegar þú ert kominn svona langt þá skiptir ekki alltaf máli hvar þú spilar en það er aldrei verra að fá heimaleik," segir Bárður og Tindastóll gæti dregist á móti Keflvíkingum sem mæta í Síkið í Iceland Express-deildinni í kvöld. Í pottinum eru líka KR og KFÍ. „Ég finn mig mjög vel á Króknum og finnst mjög gott að vera hérna.Þeim finnst greinilega ágætt að h afa mig því þeir eru að spila svona vel. Það var fínt að hvíla sig aðeins á þjálfuninni. Ég fór á sjóinn á meðan, á frystitogara, og mér fannst það mjög góður tími. Ég er enn þá í góðu sambandi við strákana á Hrafni Sveinbjarnarsyni," segir Bárður sem segist hafa þurft að taka þessa pásu út af persónulegum ástæðum. „Maður er vonandi alltaf að læra allt sitt líf og maður er aldrei fullnuma í þessum fræðum. Ég veit ekki hvort ég kem eitthvað öðruvísi að þessu. Ætli maður horfi ekki bara öðruvísi á lífið." Bárður telur að strákarnir hans geti gert enn betur. „Mér finnst að við eigum helling inni og við erum ekki búnir að toppa. Við erum ekkert að spila neinn glimrandi bolta þó svo að við skorum nógu mikið. Okkur finnst við eiga nóg inni og það heldur okkur á jörðinni. Það er mikill metnaður í strákunum og þeir mæta á hverja einustu æfingu til þess að leggja sig fram. Þar er slegist og allt sem því fylgir, til þess að halda uppi góðri æfingu," segir Bárður. „Við erum alltaf að vinna í okkar hlutum á hverjum degi. Varnarleikurinn okkar hefur styrkst leik frá leik og mistökunum okkar þar fækkar alltaf. Það er ekkert nýtt hjá mér að vera með sterkan varnarleik en það tekur misfljótt að koma honum á," segir Bárður sem hrósar þó strákunum fyrir að taka vel í hans varnarboðskap. Snýst um strákana sjálfaMynd/Anton„Þetta eru bara það góðir strákar að þetta er einmitt það sem þeir eiga að vera að gera, að vinna. Það er það sem ég upplifi og þetta gengi kemur mér ekkert á óvart. Ég held að ég hafi ekki verið að gera nein kraftaverk hérna og þetta snýst aðallega um þá sjálfa. Kannski hefur manni tekist að snúa við hugarfarinu og koma einhverjum aga í spilamennskuna. Þetta eru gríðarlega reyndir strákar og það er hungur í þeim. Það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast en gengið er allavega gott núna," segir Bárður kátur. Dominos-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira
KörfuboltiTindastóll byrjaði tímabilið ekki vel og stjórnarmenn körfuknattleiksdeildarinnar urðu síðan að hafa snör handtök þegar þjálfarinn Borce Ilievski hætti með liðið eftir þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum. Tindastóll hafði hins vegar heppnina með sér þegar félagið datt niður á Bárð Eyþórsson, ferskan eftir góðan tíma á sjónum og tilbúinn í slaginn á ný. Bárður hafði ekki þjálfað síðan hann hætti með Fjölni vorið 2010 en var fljótur að rífa Stólana upp og nú eru þeir orðnir eitt heitasta liðið í karlakörfunni. „Ég byrjaði ekkert að vinna hérna þó að það hafi síðan gerst fljótlega," segir Bárður en fjórir fyrstu leikirnir töpuðust þar af tveir þeirra á móti tveimur heitustu liðum deildarinnar. Tindastóll vann fyrsta leikinn á móti Val 10. nóvember og síðan þá hefur liðið varla tapað leik. Tindastóll sló Njarðvík út úr átta liða úrslitum bikarsins á sunnudagskvöldið sem var tíundi sigurinn í síðustu tólf leikjum. Allir vissu hvað bjó í liðinuMynd/Anton„Ég held að allir hafi vitað að það bjó mikið í þessu liði og þess vegna tók ég þetta að mér," sagði Bárður og hann mun fylgjast vel með í dag þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins. „Þegar þú ert kominn svona langt þá skiptir ekki alltaf máli hvar þú spilar en það er aldrei verra að fá heimaleik," segir Bárður og Tindastóll gæti dregist á móti Keflvíkingum sem mæta í Síkið í Iceland Express-deildinni í kvöld. Í pottinum eru líka KR og KFÍ. „Ég finn mig mjög vel á Króknum og finnst mjög gott að vera hérna.Þeim finnst greinilega ágætt að h afa mig því þeir eru að spila svona vel. Það var fínt að hvíla sig aðeins á þjálfuninni. Ég fór á sjóinn á meðan, á frystitogara, og mér fannst það mjög góður tími. Ég er enn þá í góðu sambandi við strákana á Hrafni Sveinbjarnarsyni," segir Bárður sem segist hafa þurft að taka þessa pásu út af persónulegum ástæðum. „Maður er vonandi alltaf að læra allt sitt líf og maður er aldrei fullnuma í þessum fræðum. Ég veit ekki hvort ég kem eitthvað öðruvísi að þessu. Ætli maður horfi ekki bara öðruvísi á lífið." Bárður telur að strákarnir hans geti gert enn betur. „Mér finnst að við eigum helling inni og við erum ekki búnir að toppa. Við erum ekkert að spila neinn glimrandi bolta þó svo að við skorum nógu mikið. Okkur finnst við eiga nóg inni og það heldur okkur á jörðinni. Það er mikill metnaður í strákunum og þeir mæta á hverja einustu æfingu til þess að leggja sig fram. Þar er slegist og allt sem því fylgir, til þess að halda uppi góðri æfingu," segir Bárður. „Við erum alltaf að vinna í okkar hlutum á hverjum degi. Varnarleikurinn okkar hefur styrkst leik frá leik og mistökunum okkar þar fækkar alltaf. Það er ekkert nýtt hjá mér að vera með sterkan varnarleik en það tekur misfljótt að koma honum á," segir Bárður sem hrósar þó strákunum fyrir að taka vel í hans varnarboðskap. Snýst um strákana sjálfaMynd/Anton„Þetta eru bara það góðir strákar að þetta er einmitt það sem þeir eiga að vera að gera, að vinna. Það er það sem ég upplifi og þetta gengi kemur mér ekkert á óvart. Ég held að ég hafi ekki verið að gera nein kraftaverk hérna og þetta snýst aðallega um þá sjálfa. Kannski hefur manni tekist að snúa við hugarfarinu og koma einhverjum aga í spilamennskuna. Þetta eru gríðarlega reyndir strákar og það er hungur í þeim. Það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast en gengið er allavega gott núna," segir Bárður kátur.
Dominos-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira