Hin flöktandi stjarna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. janúar 2012 17:00 Bíó. My Week with Marilyn. Leikstjórn: Simon Curtis. Leikarar: Michelle Williams, Kenneth Branagh, Eddie Redmayne, Judi Dench, Emma Watson, Dougray Scott, Dominic Cooper, Julia Ormond, Derek Jacobi. Hinn breski Colin Clark er rúmlega tvítugur kvikmyndaáhugamaður og af vellauðugu fólki kominn en langar að standa á eigin fótum. Hann freistar því gæfunnar, fer til Lundúna og fær vinnu við tökur kvikmyndarinnar The Prince and the Showgirl. Stórstjarnan Marilyn Monroe fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Sir Laurence Olivier, en hann leikstýrir myndinni einnig. Atburðir æxlast þannig að Clark verður trúnaðarvinur Marilyn og veldur vináttan nokkurri togstreitu á tökustað. Fyrri hluti My Week with Marilyn er léttur og skemmtilegur. Michelle Williams er ekkert sérlega lík Monroe en bætir upp fyrir það með sannfærandi eftirhermu, sem og almennt skotheldum leik. Ódámurinn KennethBranagh er stórkostlegur í hlutverki Oliviers, þrælfyndinn og glettilega líkur honum, bæði í útliti og fasi. Eddie Redmayne, sá sem fer með sjálft aðalhlutverkið, stendur sig nokkuð vel. Það er eitthvað við yfirstéttarlegt yfirbragð hans sem fer í skapið á mér og það segir mér að réttur maður fari með rulluna, því Colin Clark á jú að vera plebbi fram í fingurgóma. Myndin tekur síðan dramatíska u-beygju í síðari hlutanum og þá hefst flugeldasýningin. Tæknilegur frágangur er til fyrirmyndar og myndatakan glæsileg. Nokkrar persónur mættu að vísu fá meiri athygli eða hreinlega hverfa, en á heildina litið er myndin afar vel heppnuð og sýnir goðsögnina Marilyn í fallegu en flöktandi ljósi. Niðurstaða: Kaflaskipt en þrælgóð mynd um eina þekktustu konu síðustu aldar. Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Bíó. My Week with Marilyn. Leikstjórn: Simon Curtis. Leikarar: Michelle Williams, Kenneth Branagh, Eddie Redmayne, Judi Dench, Emma Watson, Dougray Scott, Dominic Cooper, Julia Ormond, Derek Jacobi. Hinn breski Colin Clark er rúmlega tvítugur kvikmyndaáhugamaður og af vellauðugu fólki kominn en langar að standa á eigin fótum. Hann freistar því gæfunnar, fer til Lundúna og fær vinnu við tökur kvikmyndarinnar The Prince and the Showgirl. Stórstjarnan Marilyn Monroe fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Sir Laurence Olivier, en hann leikstýrir myndinni einnig. Atburðir æxlast þannig að Clark verður trúnaðarvinur Marilyn og veldur vináttan nokkurri togstreitu á tökustað. Fyrri hluti My Week with Marilyn er léttur og skemmtilegur. Michelle Williams er ekkert sérlega lík Monroe en bætir upp fyrir það með sannfærandi eftirhermu, sem og almennt skotheldum leik. Ódámurinn KennethBranagh er stórkostlegur í hlutverki Oliviers, þrælfyndinn og glettilega líkur honum, bæði í útliti og fasi. Eddie Redmayne, sá sem fer með sjálft aðalhlutverkið, stendur sig nokkuð vel. Það er eitthvað við yfirstéttarlegt yfirbragð hans sem fer í skapið á mér og það segir mér að réttur maður fari með rulluna, því Colin Clark á jú að vera plebbi fram í fingurgóma. Myndin tekur síðan dramatíska u-beygju í síðari hlutanum og þá hefst flugeldasýningin. Tæknilegur frágangur er til fyrirmyndar og myndatakan glæsileg. Nokkrar persónur mættu að vísu fá meiri athygli eða hreinlega hverfa, en á heildina litið er myndin afar vel heppnuð og sýnir goðsögnina Marilyn í fallegu en flöktandi ljósi. Niðurstaða: Kaflaskipt en þrælgóð mynd um eina þekktustu konu síðustu aldar.
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira