Klassískt og kraftmikið Trausti Júlíusson skrifar 15. janúar 2012 20:00 Tónlist. Open a Window. Solla Soulful. Solla Soulful er söngkonan og lagahöfundurinn Sólveig Þórðardóttir. Open a Vindow er hennar fyrsta plata. Á henni eru ellefu lög, tíu þeirra eru eftir Sollu sjálfa (bæði tónlistin og textarnir), en það ellefta er Bítlalagið Oh Darling í nýrri útsetningu. Solla, sem er útskrifuð úr djass- og rokkbraut tónlistarskóla FÍH, er fín söngkona og efnilegur lagasmiður. Tónlistin á Open A Window er klassísk og á köflum kraftmikil blanda af sálartónlist og blúsuðu rokki. Það er ekki verið að kanna ný svæði tónlistarlega hér, en lögin eru mörg fín og flutningurinn er mjög góður, bæði hjá Sollu og hljómsveitinni hennar sem er skipuð gítarleikaranum Ragnari Emilssyni, bassaleikaranum Inga Birni Ingasyni, trommuleikaranum Agli Erni Rafnssyni og hljómborðsleikaranum Kjartani Valdemarssyni. Platan er ágætlega heppnuð sem heild, en einna hæst finnst mér hún samt rísa í laginu Sir x, sem er sérstaklega kraftmikið. Á heildina litið er Open A Window fín frumraun frá efnilegri söngkonu og lagasmið. Niðurstaða: Kraftmikil blanda af blúsuðu rokki og sálartónlist frá Sólveigu Þórðardóttur. Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist. Open a Window. Solla Soulful. Solla Soulful er söngkonan og lagahöfundurinn Sólveig Þórðardóttir. Open a Vindow er hennar fyrsta plata. Á henni eru ellefu lög, tíu þeirra eru eftir Sollu sjálfa (bæði tónlistin og textarnir), en það ellefta er Bítlalagið Oh Darling í nýrri útsetningu. Solla, sem er útskrifuð úr djass- og rokkbraut tónlistarskóla FÍH, er fín söngkona og efnilegur lagasmiður. Tónlistin á Open A Window er klassísk og á köflum kraftmikil blanda af sálartónlist og blúsuðu rokki. Það er ekki verið að kanna ný svæði tónlistarlega hér, en lögin eru mörg fín og flutningurinn er mjög góður, bæði hjá Sollu og hljómsveitinni hennar sem er skipuð gítarleikaranum Ragnari Emilssyni, bassaleikaranum Inga Birni Ingasyni, trommuleikaranum Agli Erni Rafnssyni og hljómborðsleikaranum Kjartani Valdemarssyni. Platan er ágætlega heppnuð sem heild, en einna hæst finnst mér hún samt rísa í laginu Sir x, sem er sérstaklega kraftmikið. Á heildina litið er Open A Window fín frumraun frá efnilegri söngkonu og lagasmið. Niðurstaða: Kraftmikil blanda af blúsuðu rokki og sálartónlist frá Sólveigu Þórðardóttur.
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira