Stjörnur skjálfa á beinunum vegna Golden Globe 12. janúar 2012 11:15 Ricky Gervias mun velja skotmörk sín af kostgæfni og reyna koma áhorfendum á Golden Globe í opna skjöldu. Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á sunnudagskvöld. Kynnirinn Ricky Gervais hefur lofað því að hann muni ekki draga neitt undan í upphafsatriði afhendingarinnar. Það hefur verið löng hefð fyrir því að kynnar á Golden Globe og Óskarnum renni stuttlega yfir árið með gamansömum hætti. Mörgum hefur verið hált á því svelli, David Letterman þótti til að mynda skjóta langt yfir markið þegar hann kynnti Óskarinn árið 1995 – hann gerði meðal annars grín að nöfnum Opruh Winfrey, Umu Thurman og Keanu Reeves – en miðað við upphafsatriði Ricky Gervais á Golden Globe í fyrra var spé Lettermans sem stormur í vatnsglasi. Gervais fékk yfir sig alls kyns ákúrur eftir að hafa gert grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, Robert Downey Jr. og Tom Cruise, að ekki sé nú minnst á brandarann um Sex & City-leikkonurnar.Veðmálavefurinn telur líklegt að Gervais nýti sér skilnað Russell Brand og Katy Perry í upphafsræðu sinni.Og nú hefur írski veðmálarisinn Paddy Power birt lista yfir þau frægðarmenni sem eru líkleg til að lenda í kjafti og klóm Gervais. Þar efstur á blaði er Russell Brand og fyrrum spúsa hans, Katy Perry. Þau hjónakorn skildu eftir jólahaldið en samband þeirra var fallbyssufóður fyrir slúðurblöðin. Paddy metur möguleika þeirra fimm á móti einum. Meðal annarra sem eiga það á hættu að fá á sig eiturpillur frá breska grínistanum eru Madonna, Tom Cruise og svo auðvitað fyrrum hjónakornin Ashton Kutcher og Demi Moore en Paddy Power telur líkurnar einn á móti tíu að þeirra nafn eigi eftir að bera á góma í uppistandi Gervais. Þá eru Justin Bieber og Charlie Sheen langt frá því öruggir því Paddy metur líkur þeirra einn á móti fjórtán að nöfn þeirra verði nefnd í upphafsræðunni.Gervais mun eflaust ræða um Justin Bieber, Charlie Sheen og skilnað Ashton Kucher og Demi Moore.Paddy er síðan auðvitað ekki yfir verðlaunin sjálf hafinn, veðmálavefurinn telur líklegast að svart/hvíta kvikmyndin The Artist muni standa uppi sem sigurvegari og að aðalleikari myndarinnar, Jean Dujardin, verði útnefndur sem besti leikari í söng-og dramaflokki. freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á sunnudagskvöld. Kynnirinn Ricky Gervais hefur lofað því að hann muni ekki draga neitt undan í upphafsatriði afhendingarinnar. Það hefur verið löng hefð fyrir því að kynnar á Golden Globe og Óskarnum renni stuttlega yfir árið með gamansömum hætti. Mörgum hefur verið hált á því svelli, David Letterman þótti til að mynda skjóta langt yfir markið þegar hann kynnti Óskarinn árið 1995 – hann gerði meðal annars grín að nöfnum Opruh Winfrey, Umu Thurman og Keanu Reeves – en miðað við upphafsatriði Ricky Gervais á Golden Globe í fyrra var spé Lettermans sem stormur í vatnsglasi. Gervais fékk yfir sig alls kyns ákúrur eftir að hafa gert grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, Robert Downey Jr. og Tom Cruise, að ekki sé nú minnst á brandarann um Sex & City-leikkonurnar.Veðmálavefurinn telur líklegt að Gervais nýti sér skilnað Russell Brand og Katy Perry í upphafsræðu sinni.Og nú hefur írski veðmálarisinn Paddy Power birt lista yfir þau frægðarmenni sem eru líkleg til að lenda í kjafti og klóm Gervais. Þar efstur á blaði er Russell Brand og fyrrum spúsa hans, Katy Perry. Þau hjónakorn skildu eftir jólahaldið en samband þeirra var fallbyssufóður fyrir slúðurblöðin. Paddy metur möguleika þeirra fimm á móti einum. Meðal annarra sem eiga það á hættu að fá á sig eiturpillur frá breska grínistanum eru Madonna, Tom Cruise og svo auðvitað fyrrum hjónakornin Ashton Kutcher og Demi Moore en Paddy Power telur líkurnar einn á móti tíu að þeirra nafn eigi eftir að bera á góma í uppistandi Gervais. Þá eru Justin Bieber og Charlie Sheen langt frá því öruggir því Paddy metur líkur þeirra einn á móti fjórtán að nöfn þeirra verði nefnd í upphafsræðunni.Gervais mun eflaust ræða um Justin Bieber, Charlie Sheen og skilnað Ashton Kucher og Demi Moore.Paddy er síðan auðvitað ekki yfir verðlaunin sjálf hafinn, veðmálavefurinn telur líklegast að svart/hvíta kvikmyndin The Artist muni standa uppi sem sigurvegari og að aðalleikari myndarinnar, Jean Dujardin, verði útnefndur sem besti leikari í söng-og dramaflokki. freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira