Verndun svartfugla Svandís Svavarsdóttir skrifar 5. janúar 2012 06:00 Undanfarin ár hafa verið mörgum tegundum svartfugla erfið hér á landi. Mælingar sýna að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Viðvarandi brestur hefur verið hjá lundastofninum í nokkur ár og á síðasta ári varð algjört hrun í varpi hans, nema á Norðurlandi. Vegna þessa skipaði ég starfshóp í september sl. til að gera tillögur um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Hópurinn hefur skilað af sér skýrslu sem kynnt var fyrir ríkisstjórn á þriðjudag, en þar er m.a. lagt til að fimm tegundir sjófugla verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu, þ.á m. eggjatínslu, næstu fimm árin. Þessar fimm tegundir eru álka, langvía, stuttnefja, lundi og teista. Starfshópurinn telur eina helstu orsök hnignunar stofnanna vera fæðuskort. Svartfuglar lifa á sandsílum, fiskitegund sem virðist hafa fært sig til í sjónum umhverfis landið á síðustu árum. Þetta er mögulega varanleg afleiðing loftslagsbreytinga, en vonandi tímabundin sveifla í lífríki hafsins. Telur hópurinn að tímabundið bann við veiðum muni draga úr fækkun í stofnunum og flýta fyrir endurreisn þeirra. Leggur hópurinn jafnframt til að tíminn verði nýttur til að afla betri upplýsinga um tegundirnar, rannsaka þær og vakta, til þess að bæta megi verndun og sjálfbæra nýtingu þeirra og endurmeta ástandið þegar friðunartímabilinu lýkur. Þannig háttar um veiðar á þessum fimm tegundum, að þær teljast til hlunnindaveiða í villidýralögunum, þannig að almenn friðunarákvæði laganna ná ekki yfir þær. Starfshópurinn leggur til að þessu ákvæði verði breytt og umhverfisráðherra geti með nýrri heimild stýrt veiðunum með reglugerð, líkt og gildir um aðrar fuglategundir. Slík lagabreyting er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að bregðast við erfiðri stöðu svartfuglategundanna með afgerandi hætti. Brýnt er að almenningur sé vel upplýstur um þróun lífríkisins og náttúrunnar allrar. Þótt skýr lagasetning og öflug vernd séu mikilvæg tæki til að stuðla að viðgangi einstakra stofna er jafnframt nauðsynlegt að samspil manns og náttúrunnar byggi á ábyrgð og þekkingu. Tillögur hópsins byggja í meginatriðum á þeirri grundvallarsýn að náttúran eigi að njóta vafans, að frekari þekkingar sé þörf og að stjórnvöldum beri að taka afstöðu með lífríkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið mörgum tegundum svartfugla erfið hér á landi. Mælingar sýna að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Viðvarandi brestur hefur verið hjá lundastofninum í nokkur ár og á síðasta ári varð algjört hrun í varpi hans, nema á Norðurlandi. Vegna þessa skipaði ég starfshóp í september sl. til að gera tillögur um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Hópurinn hefur skilað af sér skýrslu sem kynnt var fyrir ríkisstjórn á þriðjudag, en þar er m.a. lagt til að fimm tegundir sjófugla verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu, þ.á m. eggjatínslu, næstu fimm árin. Þessar fimm tegundir eru álka, langvía, stuttnefja, lundi og teista. Starfshópurinn telur eina helstu orsök hnignunar stofnanna vera fæðuskort. Svartfuglar lifa á sandsílum, fiskitegund sem virðist hafa fært sig til í sjónum umhverfis landið á síðustu árum. Þetta er mögulega varanleg afleiðing loftslagsbreytinga, en vonandi tímabundin sveifla í lífríki hafsins. Telur hópurinn að tímabundið bann við veiðum muni draga úr fækkun í stofnunum og flýta fyrir endurreisn þeirra. Leggur hópurinn jafnframt til að tíminn verði nýttur til að afla betri upplýsinga um tegundirnar, rannsaka þær og vakta, til þess að bæta megi verndun og sjálfbæra nýtingu þeirra og endurmeta ástandið þegar friðunartímabilinu lýkur. Þannig háttar um veiðar á þessum fimm tegundum, að þær teljast til hlunnindaveiða í villidýralögunum, þannig að almenn friðunarákvæði laganna ná ekki yfir þær. Starfshópurinn leggur til að þessu ákvæði verði breytt og umhverfisráðherra geti með nýrri heimild stýrt veiðunum með reglugerð, líkt og gildir um aðrar fuglategundir. Slík lagabreyting er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að bregðast við erfiðri stöðu svartfuglategundanna með afgerandi hætti. Brýnt er að almenningur sé vel upplýstur um þróun lífríkisins og náttúrunnar allrar. Þótt skýr lagasetning og öflug vernd séu mikilvæg tæki til að stuðla að viðgangi einstakra stofna er jafnframt nauðsynlegt að samspil manns og náttúrunnar byggi á ábyrgð og þekkingu. Tillögur hópsins byggja í meginatriðum á þeirri grundvallarsýn að náttúran eigi að njóta vafans, að frekari þekkingar sé þörf og að stjórnvöldum beri að taka afstöðu með lífríkinu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar