Man. Utd mætir Real Madrid | Barcelona og AC Milan mætast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2012 10:10 Real Madrid hafði betur gegn Manchester United í Meistaradeildinni tímabilið 2002-2003. Nordicphotos/Getty Manchester United mætir Real Madrid í stórleik 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var í dag. Fylgst var með drættinum hér á Vísi. Arsenal mætir Bayern München frá Þýskalandi en Bæjarar komust í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut gegn Chelsea. Barcelona mætir AC Milan en ítalska liðið má muna sinn fífil fegurri þótt liðið hafi gert vel að komast í útsláttarkeppnina.Þessi lið mætast (liðið á undan á fyrri leikinn á heimavelli): Real Madrid - Manchester United AC Milan - Barcelona Arsenal - Bayern München Porto - Malaga Shakhtar Donetsk - Borussia Dortmund Valencia - PSG Celtic - Juventus Galatasaray - Schalke Fyrri leikirnir fara fram 12. og 13. febrúar en þeir síðari 19. og 20. febrúar. Ljóst er að Cristiano Ronaldo, liðsmaður Real Madrid, snýr aftur á gamla heimavöll sinn í Manchester. Ronaldo spilaði með Manchester United frá árinu 2003-2009 við afar góðan orðstír. Hann fylgdi í fótspor David Beckham, fyrrum leikmanns United, sem gekk til liðs við spænska risann árið 2003. Celtic frá Glasgow fékk erfitt verkefni þegar liðið dróst gegn Ítalíumeisturum Juventus. „Hvað glæsileika varðar er þetta stórkostlegur leikur. Hvað möguleika okkar varðar þá verður þetta afar erfitt. Þetta hefði verið erfitt alveg sama hver andstæðingurinn hefði verið. Við tökum þessu. Allt getur gerst í tveimur leikjum," sagði Neil Lennon stjóri Celtic. Fyrirkomulagið var þannig að liðunum sextán var raðað í tvo átta liða potta. Í þeim fyrri voru sigurliðin úr riðlunum átta en í hinum liðin í öðru sæti. Lið úr Potti 1 mæta liðum úr Potti 2. Þó geta lið frá sömu löndum ekki mæst og heldur ekki lið sem voru saman í riðli.Pottur 1 Paris Saint-Germain , Schalke 04, Málaga, Borussia Dortmund, Juventus, Bayern München, Barcelona, Manchester UnitedPottur 2 Porto, Arsenal, AC Milan, Real Madrid, Shakhtar Donetsk, Valencia, Celtic, Galatasaray Meistaradeild Evrópu Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira
Manchester United mætir Real Madrid í stórleik 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var í dag. Fylgst var með drættinum hér á Vísi. Arsenal mætir Bayern München frá Þýskalandi en Bæjarar komust í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut gegn Chelsea. Barcelona mætir AC Milan en ítalska liðið má muna sinn fífil fegurri þótt liðið hafi gert vel að komast í útsláttarkeppnina.Þessi lið mætast (liðið á undan á fyrri leikinn á heimavelli): Real Madrid - Manchester United AC Milan - Barcelona Arsenal - Bayern München Porto - Malaga Shakhtar Donetsk - Borussia Dortmund Valencia - PSG Celtic - Juventus Galatasaray - Schalke Fyrri leikirnir fara fram 12. og 13. febrúar en þeir síðari 19. og 20. febrúar. Ljóst er að Cristiano Ronaldo, liðsmaður Real Madrid, snýr aftur á gamla heimavöll sinn í Manchester. Ronaldo spilaði með Manchester United frá árinu 2003-2009 við afar góðan orðstír. Hann fylgdi í fótspor David Beckham, fyrrum leikmanns United, sem gekk til liðs við spænska risann árið 2003. Celtic frá Glasgow fékk erfitt verkefni þegar liðið dróst gegn Ítalíumeisturum Juventus. „Hvað glæsileika varðar er þetta stórkostlegur leikur. Hvað möguleika okkar varðar þá verður þetta afar erfitt. Þetta hefði verið erfitt alveg sama hver andstæðingurinn hefði verið. Við tökum þessu. Allt getur gerst í tveimur leikjum," sagði Neil Lennon stjóri Celtic. Fyrirkomulagið var þannig að liðunum sextán var raðað í tvo átta liða potta. Í þeim fyrri voru sigurliðin úr riðlunum átta en í hinum liðin í öðru sæti. Lið úr Potti 1 mæta liðum úr Potti 2. Þó geta lið frá sömu löndum ekki mæst og heldur ekki lið sem voru saman í riðli.Pottur 1 Paris Saint-Germain , Schalke 04, Málaga, Borussia Dortmund, Juventus, Bayern München, Barcelona, Manchester UnitedPottur 2 Porto, Arsenal, AC Milan, Real Madrid, Shakhtar Donetsk, Valencia, Celtic, Galatasaray
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira