Valdamesta unga fólkið í heiminum - Zuckerberg efstur Magnús Halldórsson skrifar 26. desember 2012 10:30 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. Á lista yfir valdamesta fólkið í heiminum er fólk sem hefur afrekað margt þrátt fyrir ungan aldur. Í efsta sæti yfir valdamesta unga fólkið í heiminum er Mark Zuckerberg (28 ára), forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Þrátt fyrir að skráning félagsins á markað hafi ekki gengið vel, og eignir Zuckerberg lækkað í virði milli ára um þrjá milljarða dala, eða jafnvirði tæplega 380 milljarða króna, þá verða áhrif Facebook á líf fólks seint ofmetin. Notendur Facebook á heimsvísu fóru yfir einn milljarð í október á þessu ári, og fjölgar þeim stöðugt. Í öðru sæti er einræðisherrann í Norður-Kóreu, Kim Jong-Un (29 ára). Hann stjórnar ríki sem er með um 24 milljónir íbúa, með ógnarstjórn og ævintýralegri miðstýringu. Stórþjóðir heimsins horfa til Norður-Kóreu með illu augnarráði, en Jong-Un lætur sér fátt um finnast og heldur áfram með stjórnunarstíl föður síns Kim Jong-Il. Í þriðja sæti eru menn sem hafa verið á lista Forbes í meira en tíu ár, þrátt fyrir að vera aðeins 39 ára gamlir. Þetta eru Larry Page, forstjóri Google, og Sergey Brin, sem nú stýrir þróun sérverkefna hjá Google. Þeir eru stofnendur Google, og er enn stórir hluthafar. Áður en þeir fóru að grúska og fikta sig áfram með forritun, þá var ekki til neitt sem heitir að „googl-a". Það eitt og sér er áhrifamikið afrek, miðað við það hversu margir nýta sér leitarvél Google við dagleg störf sín í dag. Sjá má umfjöllun Forbes yfir valdamesta unga fólksins heimsins hér. Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Á lista yfir valdamesta fólkið í heiminum er fólk sem hefur afrekað margt þrátt fyrir ungan aldur. Í efsta sæti yfir valdamesta unga fólkið í heiminum er Mark Zuckerberg (28 ára), forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Þrátt fyrir að skráning félagsins á markað hafi ekki gengið vel, og eignir Zuckerberg lækkað í virði milli ára um þrjá milljarða dala, eða jafnvirði tæplega 380 milljarða króna, þá verða áhrif Facebook á líf fólks seint ofmetin. Notendur Facebook á heimsvísu fóru yfir einn milljarð í október á þessu ári, og fjölgar þeim stöðugt. Í öðru sæti er einræðisherrann í Norður-Kóreu, Kim Jong-Un (29 ára). Hann stjórnar ríki sem er með um 24 milljónir íbúa, með ógnarstjórn og ævintýralegri miðstýringu. Stórþjóðir heimsins horfa til Norður-Kóreu með illu augnarráði, en Jong-Un lætur sér fátt um finnast og heldur áfram með stjórnunarstíl föður síns Kim Jong-Il. Í þriðja sæti eru menn sem hafa verið á lista Forbes í meira en tíu ár, þrátt fyrir að vera aðeins 39 ára gamlir. Þetta eru Larry Page, forstjóri Google, og Sergey Brin, sem nú stýrir þróun sérverkefna hjá Google. Þeir eru stofnendur Google, og er enn stórir hluthafar. Áður en þeir fóru að grúska og fikta sig áfram með forritun, þá var ekki til neitt sem heitir að „googl-a". Það eitt og sér er áhrifamikið afrek, miðað við það hversu margir nýta sér leitarvél Google við dagleg störf sín í dag. Sjá má umfjöllun Forbes yfir valdamesta unga fólksins heimsins hér.
Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira