Viðskipti erlent

Bílasala í Rússlandi hefur stóraukist á skömmum tíma

Magnús Halldórsson skrifar
General Motors.
General Motors.
Eftir því sem rússneska millistéttin verður stærri og ríkari því mun meira máli er staða efnahagsmála í Rússlandi farin að skipta fyrir heiminn í heild. Mörg af stærstu iðnframleiðslufyrirtækjum heimsins eru nú þegar farin að horfa til Rússlands sem mikils vaxtamarkaðar, ekki síst bílaframleiðendur.

Þannig hefur General Motors (GM) verið að stórefla starfsemi sína í Rússlandi að undanförnu, á sama tíma og hún hefur minnkað víðast hvar í Evrópuríkjum. GM horfir til þess að vöxtur muni áfram einkenna rússneska hagkerfið og að kaupgeta almennings muni aukast jafnt og þétt. Á fyrri helmingi ársins 2012 jókst bílasala í Rússlandi um 40 prósent, samkvæmt frétt New York Times sem birtist í gær. Fleiri fyrirtæki í bílaiðnaði eru farin að efla starfsemi sína í Rússlandi, þar á meðal Ford, Volkswagen, Nissan og Renault.

Sjá má frétt New York Times um bílaiðnaðinn í Rússlandi hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×