Viðskipti erlent

Samsung býst við að selja hálfan milljarð síma á næsta ári

DJ Lee, varastjórnarformaður Samsung.
DJ Lee, varastjórnarformaður Samsung.
Samsung býst við því að selja 510 milljónir síma á næsta ári. Þetta kemur fram á vef The Korea Times. Nái fyrirtækið markmiði sínu verður það um 20% aukning frá árinu sem nú er senn að líða undir lok en talið er að um 420 milljónir síma hafi selst. Talið er að á næsta ári muni um 390 milljónir snjallsíma seljast en um 120 milljónir af ódýrari símum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×