Viðskipti erlent

Metsala í nýjum og notuðum bílum í Danmörku

Aldrei áður hafa jafnmargir bílar verið seldir í Danmörku og í ár, hvort sem um nýja eða notaða bíla er að ræða.

Þetta kemur fram í nýrri greiningu sem unnin var á vegum Spar Nord bankans og vefsíðunnar BilBasen. Alls verða 175.000 nýir bílar seldir í Danmörku í ár sem er 5.000 bílum fleira en í fyrra sem einnig var met ár hvað bílasöluna varðar. Þá verða 550.000 notaðir bíldar seldir sem einnig er met.

Þetta þykir athyglisvert þar sem Danir hafa aldrei sparað jafnmikið og í yfirstandandi kreppu.

Mesta söluaukningin er í litlum bílum sem kosta undir 100.000 dönskum krónum eða um 2 milljónir króna og eyða vel undir 5 lítrum á hundraðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×