Viðskipti erlent

Sömdu um bankaeftirlitsstofnunina í nótt

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sömdu í nótt um að stofna eina bankaeftirlitsstofnun fyrir evruríkin 17 og á hún að taka til starfa í mars árið 2014.

Fundur ráðherranna um málið stóð lengi, eða í eina 14 tíma, en nauðsynlegt þótti að klára það fyrir leiðtogafund sambandsins í Brussel í dag.

Eftirlitsstofnunin verður í forsjá Seðlabanka Evrópu og í nánum tengslum stöðugleikasjóð evrusvæðisins. Hún fær vald til að stöðva starfsemi banka ef skuldir þeirra eru að koma þeim í þrot. Jafnframt hefur stofnunin heimild til að veita bönkum lánsfé úr stöðugleikasjóðnum ef þeir eiga sér viðreisnar von.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×