Viðskipti erlent

Framleiðendur Bond bílsins á leið í þrot

Matafyrirtækið Moody´s er að íhuga að lækka enn frekar lánshæfiseinkunn Aston Martin bílaframleiðendans sem einkum er þekktur fyrir sportbílana sem notaðir eru í James Bond myndunum þar á meðal þeirri síðustu, Skyfall.

Lánshæfiseinkunn er fyrir í B3 eða djúpt niður í ruslflokki. Moody´s telur að Aston Martin sé að verða uppiskroppa með lausafé og stefni raunar í þrot. Vafi leiki á að bílaframleiðandinn geti staðið við greiðslu af skuldabréfi upp á 14 milljónir punda eða hátt í þrjá milljarða kr. en þessa greiðslu á að inna af hendi í næsta mánuði.

Í frétt um málið á CNNMOney segir að Aston Martin sé einn af fáum litlum sjálfstæðum bílaframleiðendum sem eftir eru í heiminum. Flestir aðrir hafa verið keyptir af stóru framleiðendunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×