Ár kattarins, ný glæpasaga Árna Þórarinsson, hefur verið seld til Frakklands.
Útgefandi Árna í Frakklandi, Anne Marie Métailié, sendi tilboðið í útgáfuréttinn um leið og hún fékk prentað eintak í hendurnar.
Svo virðist sem blaðamaðurinn Einar falli í kramið í Frakklandi því síðasta bók Árna, Morgunengillinn, fékk góða dóma þar í land og sama hefur verið uppi á teningum með aðrar bækur hans.
Árni til Frakklands
