Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar áfram

Ekkert lát er á verðhækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu vegna ástandsins í Miðausturlöndum og þá einkum átakanna á Gazasvæðinu.

Tunnan af Brentolíunni er nú komin í tæpa 112 dollara og fór raunar yfir 112 dollara markið um tíma í gærkvöldi. Tunnan af bandarísku léttolíunni er komin í rúmlega 89 dollara og hefur hækkað um 2,5% frá því um helgina.

Fyrir viku síðan þegar átökin á Gaza blossuðu upp stóð tunnan af Brent olíunni í 107 dollurum. Verðið hefur því hækkað um rúmlega 4% síðan þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×