Fótbolti

Stelpuliðin til Moldavíu og Búlgaríu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stelpur úr 17 ára landsliðinu.
Stelpur úr 17 ára landsliðinu. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Íslensku kvennaliðin þurfa að ferðast langt til að taka þátt í undankeppni EM á næsta ári. Í dag var dregið í undankeppnir EM U19 kvenna og EM U17 kvenna í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.

Íslenska 19 ára liðið þarf að fara til Búlgaríu en liðið er þar í riðli með heimastúlkum, Frakklandi og Slóvakíu. Leikið verður í Búlgaríu dagana 21. til 26. september 2013. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil.

Íslenska 17 ára liðið þarf að fara enn lengra eða til Moldavíu en liðið er þar í riðli með heimastúlkum, Lettlandi og Ungverjalandi. Leikið verður í Moldavíu dagana 30. júlí til 4. ágúst 2013. Efsta liðið kemst áfram í milliriðil sem og 10 af 11 liðum sem ná bestum árangri í 2. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×