Viðskipti erlent

Bandaríkjamenn berjast um snjallsíma á svörtum föstudegi

Bandaríkjamenn gæddu sér á kalkúni, graskersbökum og öðru góðgæti í gær en þá gekk þakkargjörðarhátíð í garð. Um er að ræða stærstu ferðaviku ársins í Bandaríkjunum. Talið er að um 43 milljónir Bandaríkjamanna hafi verið á faraldsfæti í vikunni.

En Bandaríkjamenn fagna ekki aðeins sumaruppskerunni eins pílagrímar gerðu til forna. Stærsta verslunarhelgi Bandaríkjanna hefst nefnilega í dag, það er, á svörtum föstudegi.

Á þessum degi byrja hátíðarinnkaupin formlega og rjúka pakksaddir Bandaríkjamenn þá í búðirnar.

Myndbandið hér fyrir ofan var tekið í versluninni Walmart í dag en þar má sjá nokkra æsta viðskiptavini reyna að næla sér í nýjasta snjallsímann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×