Körfubolti

Dóttir Kevin McHale lést eftir erfið veikindi

Kevin McHale þjálfari Houston.
Kevin McHale þjálfari Houston. AP
Alexandra „Sasha" McHale, dóttir Kevin McHale, þjálfari NBA liðsins Houston Rockets, lést á laugardaginn en hún var aðeins 23 ára gömul. Alexandra var með sjálfsofnæmissjúkdóm sem varð þess valdandi að hún lést. Það er óvíst hvenær Kevin McHale snýr aftur á hliðarlínuna til þess að stýra liði Houston.

Kevin McHale hefur ekki stýrt liðinu frá því hann fór til fjölskyldu sinnar þann 10. nóvember s.l. en heimili þeirra er í Minnesota. Frá þeim tíma hefur Kelvin Sampson þjálfað liðið og það er óvíst hvenær McHale kemur aftur til starfa.

Leslie Alexander eigandi Houston sendi frá sér tilkynningu um helgina. Þar sagði hann m.a. að allt félagið væri í sorg og hugur þeirra væri hjá McHale fjölskyldunni.

Kevin McHale var í hinu sigursæla Boston Celtic liði og hann fagnaði þrívegis NBA titlinum á árunum 1981-1986. Hann starfaði hjá Minnesota Timberwolves eftir að ferlinum lauk árið 1993. Þar starfaði hann sem framkvæmdastjóri og síðar sem aðalþjálfari liðsins. Hann tók við þjálfun Houston Rockets sumarið 2011.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×