Mikilmenni hafa verið grafin upp gegnum tíðina BBI skrifar 27. nóvember 2012 21:45 Charlie Chaplin. Jarðneskar leifar Yasser Arafat voru grafnar upp á dögunum til að rannsaka hvort hann hafi verið myrtur. Af þessu tilefni tóku blaðamenn breska ríkisútvarpsins BBC saman áhugaverðan lista yfir tíu mikilmenni sem voru grafin upp af ýmsum ástæðum. Kvikmyndaleikarinn Charlie Chaplin sem var grafinn upp í mars árið 1978 af nokkurs konar grafræningjum. Þeir grófu hann aftur niður á kornakri nokkrum og kröfðust lausnargjalds af lögmanni stjörnunnar. Líkinu var skilað þremur mánuðum síðar eftir að grafræningjarnir voru handteknir. Í það skiptið grafhvelfingin gerð úr járnbentri steinsteypu svo ómögulegt yrði að hafa Chaplin á brott aftur. Þá var aska Marie Curie færð á sínum tíma úr litlum kirkjugarði til Parísar þar sem hún hvílir nú. Þetta var gert í heiðursskyni, enda vann hún nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni.Kristófer Kólumbus var á sínum tíma grafinn í kirkjugarði í borginni Valladolid á Spáni. Hann hafði hins vegar farið fram á það í erfðaskrá sinni að vera grafinn í Ameríku. Þar var hins vegar engin kirkja til staðar þegar hann lést árið 1506. Árið 1542 var hann því grafinn upp og sendur til Dóminíska lýðveldisins til hinstu hvílu. En þar með er ekki öll sagan sögð, því Dóminíska lýðveldið varð nýlenda Frakklands í lok 17. aldar og þá var Kólumbus grafinn upp á ný og sendur til Kúbu. Þar fékk hann ekki að hvíla lengi, því Kúba varð sjálfstæð árið 1898 og Kólumbus var grafinn upp í þriðja sinn og sendur yfir Atlantshafið til borgarinnar Sevilla á Spáni. Þar ku hann nú hvíla, að öllum líkindum. Mönnum ber ekki alls kostar saman um það því í Dóminíska lýðveldinu er einnig trékista sem inniheldur bein sem merkt eru Kólumbusi.Virginia Poe, kona skáldsins Edgar Allan Poe, var upphaflega grafin í fjölskyldureitnum í litlum kirkjugarði. Árið 1875 eyðilagðist kirkjugarðurinn og rétt í þann mund sem kirkjuvörðurinn hugðist kasta jarðneskum leifum Virginiu bjargaði William Gill, sem skrifaði ævisögu Edgar Allan Poe, beinunum og kom þeir í grafhýsi skáldsins.Che Guevara, byltingarhetja Kúbu, var skotinn í Bólivíu árið 1967. Því var lengi haldið leyndu hvar hann var grafinn. Árið 1995 kom svo í ljós að hann lá nærri flugbraut á flugvelli í Bólivíu þar sem hann hafði verið drepinn. Tveimur árum síðar var líkinu skilað til Kúbu, þegar 30 ár voru frá dauða hans. Hann hvílir nú á safni á Kúbu, þó einhverjir efist um að um rétt lík sé að ræða. Aðrir sem nefndir eru á lista BBC eru Elizabeth Siddal, Haile Selassie, Evita, Jesse James og Oliver Cromwell. Nóbelsverðlaun Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Jarðneskar leifar Yasser Arafat voru grafnar upp á dögunum til að rannsaka hvort hann hafi verið myrtur. Af þessu tilefni tóku blaðamenn breska ríkisútvarpsins BBC saman áhugaverðan lista yfir tíu mikilmenni sem voru grafin upp af ýmsum ástæðum. Kvikmyndaleikarinn Charlie Chaplin sem var grafinn upp í mars árið 1978 af nokkurs konar grafræningjum. Þeir grófu hann aftur niður á kornakri nokkrum og kröfðust lausnargjalds af lögmanni stjörnunnar. Líkinu var skilað þremur mánuðum síðar eftir að grafræningjarnir voru handteknir. Í það skiptið grafhvelfingin gerð úr járnbentri steinsteypu svo ómögulegt yrði að hafa Chaplin á brott aftur. Þá var aska Marie Curie færð á sínum tíma úr litlum kirkjugarði til Parísar þar sem hún hvílir nú. Þetta var gert í heiðursskyni, enda vann hún nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni.Kristófer Kólumbus var á sínum tíma grafinn í kirkjugarði í borginni Valladolid á Spáni. Hann hafði hins vegar farið fram á það í erfðaskrá sinni að vera grafinn í Ameríku. Þar var hins vegar engin kirkja til staðar þegar hann lést árið 1506. Árið 1542 var hann því grafinn upp og sendur til Dóminíska lýðveldisins til hinstu hvílu. En þar með er ekki öll sagan sögð, því Dóminíska lýðveldið varð nýlenda Frakklands í lok 17. aldar og þá var Kólumbus grafinn upp á ný og sendur til Kúbu. Þar fékk hann ekki að hvíla lengi, því Kúba varð sjálfstæð árið 1898 og Kólumbus var grafinn upp í þriðja sinn og sendur yfir Atlantshafið til borgarinnar Sevilla á Spáni. Þar ku hann nú hvíla, að öllum líkindum. Mönnum ber ekki alls kostar saman um það því í Dóminíska lýðveldinu er einnig trékista sem inniheldur bein sem merkt eru Kólumbusi.Virginia Poe, kona skáldsins Edgar Allan Poe, var upphaflega grafin í fjölskyldureitnum í litlum kirkjugarði. Árið 1875 eyðilagðist kirkjugarðurinn og rétt í þann mund sem kirkjuvörðurinn hugðist kasta jarðneskum leifum Virginiu bjargaði William Gill, sem skrifaði ævisögu Edgar Allan Poe, beinunum og kom þeir í grafhýsi skáldsins.Che Guevara, byltingarhetja Kúbu, var skotinn í Bólivíu árið 1967. Því var lengi haldið leyndu hvar hann var grafinn. Árið 1995 kom svo í ljós að hann lá nærri flugbraut á flugvelli í Bólivíu þar sem hann hafði verið drepinn. Tveimur árum síðar var líkinu skilað til Kúbu, þegar 30 ár voru frá dauða hans. Hann hvílir nú á safni á Kúbu, þó einhverjir efist um að um rétt lík sé að ræða. Aðrir sem nefndir eru á lista BBC eru Elizabeth Siddal, Haile Selassie, Evita, Jesse James og Oliver Cromwell.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira