Meðfylgjandi myndir voru teknar rétt áður en danshópurinn Rebel mætti í sjónvarpsþáttinn Dans dans dans þáttinn á föstudagskvöldið. Danshópurinn fór ekki áfram en ekki er öll von úti enn því nokkur sæti eru eftir í úrslitapottinum. Sólveig Birna, Friðrika Edda og Rebekka ýr förðuðu dansarana í Air Brush & Make up School NYX cosmetics í Bæjarlind og útkoman er vægast sagt ógnvekjandi.