Jermain Defoe fór á kostum og skoraði þrennu fyrir Tottenham sem vann frekar fyrirhafnarlítinn sigur á Maribor í Evrópudeild UEFA í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki að fá mikil tækifæri með Spurs þessa dagana og hann sat á bekknum allan tímann að þessu sinni.
Annars kom fátt verulega á óvart í seinni leikjum kvöldsins í keppninni.
Úrslit:
I-riðill:
Ironi Shmona-Sparta Prag 1-1
Athletic Bilbao-Lyon 2-3
K-riðill:
Metalist Kharkiv-Rosenborg 3-1
Bayer Leverkusen-Rapid Vín 3-0
H-riðill:
Partizan Belgrad-Inter 1-3
G-riðill:
Basel-Videoton 0-0
Sporting Lisbon-Genk 1-1
J-riðill:
Lazio-Panathinaikos 3-0
Tottenham-Maribor 3-1
L-riðill:
Hannover-Helsingborg 3-2
Twente-Levante 0-0
Þrenna hjá Defoe | Úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni
