Friðrik Ómar sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu í ár. Af því tilefni hélt hann einstaklega vel heppnaða útgáfutónleika í Norðurljósum í Hörpu í gærkvöldi.
Mörg þekkt andlit nutu tónlistarinnar eins og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Yesmine Olsson, Á allra vörum konurnar Elísabet Sveinsdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir, Magni, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Regína Ósk, Jógvan Hansen og fleiri.
Eftir tónleikana hélt Friðrik Ómar eftirminnilegt eftirpartý þar sem hann fagnaði með vinum og vandamönnum. Meðfylgjandi má skoða myndir sem teknar voru þar.