Atvinnuleysið aldrei meira Hugrún Halldórsdóttir skrifar 31. október 2012 23:25 Vilja ekki niðurskurð. Mynd/AFP Atvinnuleysið á evrusvæðinu er nú í söglegu hámarki og mældist það tæp tólf prósent í september. Rúmlega átján og hálf milljón var atvinnulaus í evruríkjunum sautján í septembermánuði samkvæmt nýjum tölum sem Eurostat birti í dag, Atvinnuleysið mældist þannig ellefu komma sex prósent og hækkaði um núll komma eitt prósentustig frá ágústmánuði, sem þýðir að tæplega hundrað og fimmtíu þúsund bættust á atvinnuleysisskrá. „Ástandið versnar sífellt og engin merki sjáanleg að það batni í þessum þremur löndum. Þvert á móti hef ég miklar áhyggjur af þessu því við verðum þess vör að þetta kemur afar illa niður á ungu fólki," segir Fabian Zuleeg, hagfræðingur. Mest mælist atvinnuleysið á Spáni, 25,8 prósent en annar hver Spánverji undir 25 ára aldri er nú án atvinnu. Jóakim Galletero er á meðal þeirra fjölmörgu Spánverja sem finnur vel fyrir ástandinu, en hann og kona hans hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ástandið er óþolandi því nú skuldum við bökunum fé, við höfum ekki getað greitt veðskuldirnar í tvo mánuði og þeir geta farið fram á útburð að þremur mánuðum liðnum. Við erum því orðin úrkula vonar," segir Joaquin. Og fjölskyldufaðirinn hefur áhyggjur af framíð sjö ára sonar síns og annarra ungmenna í landinu. „Við sjáum alls enga framtíð fyrir hann þótt hann leggi hart að sér í námi. Það skiptir ekki máli hvað hann leggur mikið á sig. Hver er framtíð hans? Hann mun verða alslaus hvort sem hann lærir eða ekki. Hann á sér enga framtíð. Hvorki við né hann," segir Joaquin. Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Atvinnuleysið á evrusvæðinu er nú í söglegu hámarki og mældist það tæp tólf prósent í september. Rúmlega átján og hálf milljón var atvinnulaus í evruríkjunum sautján í septembermánuði samkvæmt nýjum tölum sem Eurostat birti í dag, Atvinnuleysið mældist þannig ellefu komma sex prósent og hækkaði um núll komma eitt prósentustig frá ágústmánuði, sem þýðir að tæplega hundrað og fimmtíu þúsund bættust á atvinnuleysisskrá. „Ástandið versnar sífellt og engin merki sjáanleg að það batni í þessum þremur löndum. Þvert á móti hef ég miklar áhyggjur af þessu því við verðum þess vör að þetta kemur afar illa niður á ungu fólki," segir Fabian Zuleeg, hagfræðingur. Mest mælist atvinnuleysið á Spáni, 25,8 prósent en annar hver Spánverji undir 25 ára aldri er nú án atvinnu. Jóakim Galletero er á meðal þeirra fjölmörgu Spánverja sem finnur vel fyrir ástandinu, en hann og kona hans hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ástandið er óþolandi því nú skuldum við bökunum fé, við höfum ekki getað greitt veðskuldirnar í tvo mánuði og þeir geta farið fram á útburð að þremur mánuðum liðnum. Við erum því orðin úrkula vonar," segir Joaquin. Og fjölskyldufaðirinn hefur áhyggjur af framíð sjö ára sonar síns og annarra ungmenna í landinu. „Við sjáum alls enga framtíð fyrir hann þótt hann leggi hart að sér í námi. Það skiptir ekki máli hvað hann leggur mikið á sig. Hver er framtíð hans? Hann mun verða alslaus hvort sem hann lærir eða ekki. Hann á sér enga framtíð. Hvorki við né hann," segir Joaquin.
Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira