Frjálsíþróttaþjálfarinn Véstein Hafsteinsson og eistneski kringlukastarinn Gerd Kanter hafa slitið samstarfi sínu sem hefur staðið undanfarin tólf ár.
Undir stjórn Vésteins varð Kanter heimsmeistari 2007 og Ólympíumeistari 2008. Þá komst hann aftur á pall á Ólympíuleikunum í London í sumar þegar hann vann brons.
Samanlagt vann Gerd Kanter til 8 verðlauna á stórmótum á þessu tímabili:
Ólympíuleikar 2008 gull , 2012 brons , Heimsmeistaramót 2005 silfur, 2007 gull, 2009 brons, 2011 silfur, Evrópumeistaramót 2006 silfur, 2012 silfur.
Þá varð Gerd Kanter Heimsmeistari stúdenta 2005 og vann IAAF Diamond League í kringlukasti 2012.
Samstarfinu er slitið í góðu en Vésteinn segir í fréttatilkynningu að hann hafi kennt Kanter allt sem hann kunni í kringlukasti.
Vésteinn hættur að þjálfa Kanter

Mest lesið

„Hér er allt mögulegt“
Fótbolti


Dramatík á Hlíðarenda
Handbolti

Lagði egóið til hliðar fyrir liðið
Körfubolti


Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn

Van Dijk fær 68 milljónir á viku
Enski boltinn



Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig
Handbolti