Viðskipti erlent

Deilt um gamalt frosið íslenskt lambakjöt í Noregi

Deilur eru risnar í bænum Loen við Nordfjord í Noregi þar sem kjötvinnsla bæjarins hefur keypt ársgamalt frosið lamabakjöt frá Íslandi til að bregðast við skorti á slíku kjöti í héraðinu.

Íslenska lambankjötið á að nota til að búa til pinnakjöt sem er einn af þjóðaréttum Norðmanna um hver jól svona svipað og hangikjötið er á Íslandi.

Talsmaður matvælaeftirlitsins hefur gert athugasemdir við að á íslenska kjötinu er ekki að finna dagsetningu um hvenær það var fryst og því ekki hægt að sjá hve gamalt það er. Kjötvinnslan segir hinsvegar að um gott íslenskt kjöt sé að ræða.

Í frétt um þetta mál í norska ríkisútvarpinu kemur ekki fram hve mikið magn af hinu gamla frosna lambakjöti var keypt til Loen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×