Viðskipti erlent

Skyfall setti aðsóknarmet á Bretlandseyjum

Nýjasta James Bond myndin Skyfall setti aðsóknarmet í Bretlandi þegar hún var frumsýnd um helgina. Raunar var myndin sú aðsóknarmesta í öllum þeim 25 löndum þar sem hún var sýnd.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Deadline Hollywood. Þar segir að samanlagðar tekjur Skyfall um helgina hafi numið nærri 10 milljöðrum króna. Hátt í helmingurinn af þessum tekjum kom á Bretlandseyjum.

Skyfall átti því bestu frumsýningarhelgi tvívíddarmynda í sögunni á Bretlandseyjum. Hinsvegar á síðasta Harry Potter myndin enn heildarmetið en sú mynd er í þrívídd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×