Tugþrautarmaðurinn Einar Daði Lárusson úr ÍR átti frábært ár og nú er orðið ljóst að enginn tugþrautarmaður á Norðurlöndum gerði betur en þessi 22 ára strákur á þessu ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR.
Einar Daði trónir á toppnum sem besti tugþrautarmaður Norðurlanda árið 2012 með 7.898 stig. Þeim árangri náði Einar Daði þegar hann stórbætti íslenska unglingametið í tugþraut á stigamóti IAAF í Kladnó í Tékklandi í júní.
Einar Daði hækkaði sig á Evrópulistanum á milli áranna 2011 og 2012 um þrjátíu sæti og er nú í 32. sæti í Evrópu og fór úr 101. sæti á heimslistanum 2011 upp í 49. sæti á heimslistanum 2012.
Árangur Einars Daða er jafnfram næstbesta tugþrautarafrek Íslendings frá upphafi en Jón Arnar Magnússon á Íslandsmetið 8.573 stig sem sett var árið 1998.
Einar Daði besti tugþrautarmaður Norðurlanda árið 2012
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn





Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september
Enski boltinn



Fleiri fréttir
