Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - HK 28-23 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 17. október 2012 13:24 Mynd/Vilhelm FH sigraði Íslandsmeistara HK í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í vor 28-23. Segja má að FH hafi fellt HK á eigin bragði því varnarleikur FH og markvarsla lagði grunninn að sigrinum eftir að HK hafði verið 14-12 yfir í hálfleik. Leikurinn var saga ólíkra hálfleika. HK var mikið betra í fyrri hálfleik. Liðið fékk urmul opinna færa og ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu Daníels Freys Andréssonar í marki FH hefði HK getað verið í mjög þægilegri stöðu í hálfleik. Vörn FH var sem gatasigti og sóknarleikurinn hægur og fyrirsjánalegur. Á sama tíma var vörn HK sterk en liðið gerði sig oft sekt um klaufaleg mistök í sókninni auk þess að liðið fór illa með mörg opin færi. Í seinni hálfleik skellti FH vörnin í lás, liðið náði að sundurspila vörn HK á löngum köflum og tryggja sér öruggan sigur að lokum. Miklu munaði um það hjá HK að Ólafur Víðir Ólafsson meiðist snemma leiks og Bjarki Jónsson náði að klippa Bjarka Má Elísson gjörsamlega út úr leiknum. FH fékk að sama skapi gott framlag sóknarlega frá mörgum leikmönnum auk þess sem Sigurður Ágústsson, Ísak Rafnsson og félagar í vörn FH stigu hressilega upp í seinni hálfleik. FH náði þar með HK að stigum en bæði lið eru með fimm stig eftir fimm leiki í afar jafnri deild. Einar Andri: Mættum til leiks í seinni hálfleikmynd/vilhelm„Við vorum á hælunum í fyrri hálfleik og vorum andlausir þó það sé góð stemning í liðinu. Þessir tveir tapleikir þar sem við töpum á síðustu tíu mínútunum hafa greinilega legið djúpt á mönnum. Menn svöruðu heldur betur í seinni hálfleik og sýndu frábæran karakter. Þeir sýndu það sem ég býst við af þessu liði í hverjum leik," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „Við fórum að spila vörn í seinni hálfleik. Þeir réðust utanvert á 6-0 vörnina og komust þar í gegn hvað eftir annað. Sóknarlega vorum við hræddir og menn að passa sig að gera ekki mistök sem boðar ekki gott. Svo mættu menn til leiks í seinni hálfleik. „Við horfum ekkert á töfluna, þetta snýst um spilamennsku og þegar FH spilar á getu þá eigum við að taka töluvert af stigum. Það þýðir ekkert að horfa bara á töfluna og spá ekkert í hvernig liðið er að spila, þetta snýst um hvað við gerum á vellinum. „Við getum byggt á þessu fyrir mjög mikilvægan leik í næstu viku á móti Aftureldingu. Við sjáum til hvernig Logi stendur sig í vikunni. Ef hann stendur sig vel þá er aldrei að vita nema við tökum hann inn í hópinn," sagði Einar Andri að lokum. Kristinn: Þurfum að gera það sem við erum góðir í til að vinna leikiKristni var heitt í hamsi í kvöld.mynd/vilhelm„Við erum algjörlega með stjórn á þessum leik í fyrri hálfleik og gerum það sem okkur langar til. Sóknarlega erum við að opna þá og fá mikið af færum og gera fullt af góðum hlutum. Samt sem áður erum við að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera og töpum boltanum í staðin fyrir að koma okkur í þægilega stöðu fyrir hálfleik," sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK í leikslok. „Við höldum áfram að gera þessa vitleysu í seinni hálfleik og erum að brenna inni á ákvarðanatöku og erum seinir að koma okkur til baka. Þeir ná að keyra á okkur. Ef við ætlum að vinna leiki þurfum við að halda okkur við að sem við erum góðir í og sleppa að fara í sirkúsa sem við erum ekkert góðir í. „Ég er mjög ánægður með margt hjá liðinu mínu framan af leik en þegar líður á leikinn þá vantar okkur kraft til að klára þennan leik. „Það hefur ekki verið of mikið að vera án þessara leikmanna. Við getum ekkert beðið eftir að þeir komi og reddi málum, lið byggjast ekki upp á einstaklingum þó það sé gott fyrir breidd. Við höfum haldið út án þessara leikmanna en það klikkar í dag. Við verðum að skoða af hverju." „Við höfum fengið fullt út úr þessum leikmönnum sem við erum með en kannski hefði ég átt að rúlla betur. Við brennum inni í nokkrum stöðum og ég verð að skoða það og læra af því. Ég er mjög ánægður með margt og ekki síst Atla Karl og þá ógnun sem hann er með í þessum leik. Svo er spurning hvort HK liðið haldi betur út þegar það er komið með fleiri leikmenn, auðvitað ætti að vera þannig," sagði Kristinn að lokum. Hér efst í fréttinni má sjá fleiri myndir úr leiknum. Olís-deild karla Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
FH sigraði Íslandsmeistara HK í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í vor 28-23. Segja má að FH hafi fellt HK á eigin bragði því varnarleikur FH og markvarsla lagði grunninn að sigrinum eftir að HK hafði verið 14-12 yfir í hálfleik. Leikurinn var saga ólíkra hálfleika. HK var mikið betra í fyrri hálfleik. Liðið fékk urmul opinna færa og ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu Daníels Freys Andréssonar í marki FH hefði HK getað verið í mjög þægilegri stöðu í hálfleik. Vörn FH var sem gatasigti og sóknarleikurinn hægur og fyrirsjánalegur. Á sama tíma var vörn HK sterk en liðið gerði sig oft sekt um klaufaleg mistök í sókninni auk þess að liðið fór illa með mörg opin færi. Í seinni hálfleik skellti FH vörnin í lás, liðið náði að sundurspila vörn HK á löngum köflum og tryggja sér öruggan sigur að lokum. Miklu munaði um það hjá HK að Ólafur Víðir Ólafsson meiðist snemma leiks og Bjarki Jónsson náði að klippa Bjarka Má Elísson gjörsamlega út úr leiknum. FH fékk að sama skapi gott framlag sóknarlega frá mörgum leikmönnum auk þess sem Sigurður Ágústsson, Ísak Rafnsson og félagar í vörn FH stigu hressilega upp í seinni hálfleik. FH náði þar með HK að stigum en bæði lið eru með fimm stig eftir fimm leiki í afar jafnri deild. Einar Andri: Mættum til leiks í seinni hálfleikmynd/vilhelm„Við vorum á hælunum í fyrri hálfleik og vorum andlausir þó það sé góð stemning í liðinu. Þessir tveir tapleikir þar sem við töpum á síðustu tíu mínútunum hafa greinilega legið djúpt á mönnum. Menn svöruðu heldur betur í seinni hálfleik og sýndu frábæran karakter. Þeir sýndu það sem ég býst við af þessu liði í hverjum leik," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „Við fórum að spila vörn í seinni hálfleik. Þeir réðust utanvert á 6-0 vörnina og komust þar í gegn hvað eftir annað. Sóknarlega vorum við hræddir og menn að passa sig að gera ekki mistök sem boðar ekki gott. Svo mættu menn til leiks í seinni hálfleik. „Við horfum ekkert á töfluna, þetta snýst um spilamennsku og þegar FH spilar á getu þá eigum við að taka töluvert af stigum. Það þýðir ekkert að horfa bara á töfluna og spá ekkert í hvernig liðið er að spila, þetta snýst um hvað við gerum á vellinum. „Við getum byggt á þessu fyrir mjög mikilvægan leik í næstu viku á móti Aftureldingu. Við sjáum til hvernig Logi stendur sig í vikunni. Ef hann stendur sig vel þá er aldrei að vita nema við tökum hann inn í hópinn," sagði Einar Andri að lokum. Kristinn: Þurfum að gera það sem við erum góðir í til að vinna leikiKristni var heitt í hamsi í kvöld.mynd/vilhelm„Við erum algjörlega með stjórn á þessum leik í fyrri hálfleik og gerum það sem okkur langar til. Sóknarlega erum við að opna þá og fá mikið af færum og gera fullt af góðum hlutum. Samt sem áður erum við að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera og töpum boltanum í staðin fyrir að koma okkur í þægilega stöðu fyrir hálfleik," sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK í leikslok. „Við höldum áfram að gera þessa vitleysu í seinni hálfleik og erum að brenna inni á ákvarðanatöku og erum seinir að koma okkur til baka. Þeir ná að keyra á okkur. Ef við ætlum að vinna leiki þurfum við að halda okkur við að sem við erum góðir í og sleppa að fara í sirkúsa sem við erum ekkert góðir í. „Ég er mjög ánægður með margt hjá liðinu mínu framan af leik en þegar líður á leikinn þá vantar okkur kraft til að klára þennan leik. „Það hefur ekki verið of mikið að vera án þessara leikmanna. Við getum ekkert beðið eftir að þeir komi og reddi málum, lið byggjast ekki upp á einstaklingum þó það sé gott fyrir breidd. Við höfum haldið út án þessara leikmanna en það klikkar í dag. Við verðum að skoða af hverju." „Við höfum fengið fullt út úr þessum leikmönnum sem við erum með en kannski hefði ég átt að rúlla betur. Við brennum inni í nokkrum stöðum og ég verð að skoða það og læra af því. Ég er mjög ánægður með margt og ekki síst Atla Karl og þá ógnun sem hann er með í þessum leik. Svo er spurning hvort HK liðið haldi betur út þegar það er komið með fleiri leikmenn, auðvitað ætti að vera þannig," sagði Kristinn að lokum. Hér efst í fréttinni má sjá fleiri myndir úr leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira