Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - HK 28-23 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 17. október 2012 13:24 Mynd/Vilhelm FH sigraði Íslandsmeistara HK í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í vor 28-23. Segja má að FH hafi fellt HK á eigin bragði því varnarleikur FH og markvarsla lagði grunninn að sigrinum eftir að HK hafði verið 14-12 yfir í hálfleik. Leikurinn var saga ólíkra hálfleika. HK var mikið betra í fyrri hálfleik. Liðið fékk urmul opinna færa og ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu Daníels Freys Andréssonar í marki FH hefði HK getað verið í mjög þægilegri stöðu í hálfleik. Vörn FH var sem gatasigti og sóknarleikurinn hægur og fyrirsjánalegur. Á sama tíma var vörn HK sterk en liðið gerði sig oft sekt um klaufaleg mistök í sókninni auk þess að liðið fór illa með mörg opin færi. Í seinni hálfleik skellti FH vörnin í lás, liðið náði að sundurspila vörn HK á löngum köflum og tryggja sér öruggan sigur að lokum. Miklu munaði um það hjá HK að Ólafur Víðir Ólafsson meiðist snemma leiks og Bjarki Jónsson náði að klippa Bjarka Má Elísson gjörsamlega út úr leiknum. FH fékk að sama skapi gott framlag sóknarlega frá mörgum leikmönnum auk þess sem Sigurður Ágústsson, Ísak Rafnsson og félagar í vörn FH stigu hressilega upp í seinni hálfleik. FH náði þar með HK að stigum en bæði lið eru með fimm stig eftir fimm leiki í afar jafnri deild. Einar Andri: Mættum til leiks í seinni hálfleikmynd/vilhelm„Við vorum á hælunum í fyrri hálfleik og vorum andlausir þó það sé góð stemning í liðinu. Þessir tveir tapleikir þar sem við töpum á síðustu tíu mínútunum hafa greinilega legið djúpt á mönnum. Menn svöruðu heldur betur í seinni hálfleik og sýndu frábæran karakter. Þeir sýndu það sem ég býst við af þessu liði í hverjum leik," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „Við fórum að spila vörn í seinni hálfleik. Þeir réðust utanvert á 6-0 vörnina og komust þar í gegn hvað eftir annað. Sóknarlega vorum við hræddir og menn að passa sig að gera ekki mistök sem boðar ekki gott. Svo mættu menn til leiks í seinni hálfleik. „Við horfum ekkert á töfluna, þetta snýst um spilamennsku og þegar FH spilar á getu þá eigum við að taka töluvert af stigum. Það þýðir ekkert að horfa bara á töfluna og spá ekkert í hvernig liðið er að spila, þetta snýst um hvað við gerum á vellinum. „Við getum byggt á þessu fyrir mjög mikilvægan leik í næstu viku á móti Aftureldingu. Við sjáum til hvernig Logi stendur sig í vikunni. Ef hann stendur sig vel þá er aldrei að vita nema við tökum hann inn í hópinn," sagði Einar Andri að lokum. Kristinn: Þurfum að gera það sem við erum góðir í til að vinna leikiKristni var heitt í hamsi í kvöld.mynd/vilhelm„Við erum algjörlega með stjórn á þessum leik í fyrri hálfleik og gerum það sem okkur langar til. Sóknarlega erum við að opna þá og fá mikið af færum og gera fullt af góðum hlutum. Samt sem áður erum við að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera og töpum boltanum í staðin fyrir að koma okkur í þægilega stöðu fyrir hálfleik," sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK í leikslok. „Við höldum áfram að gera þessa vitleysu í seinni hálfleik og erum að brenna inni á ákvarðanatöku og erum seinir að koma okkur til baka. Þeir ná að keyra á okkur. Ef við ætlum að vinna leiki þurfum við að halda okkur við að sem við erum góðir í og sleppa að fara í sirkúsa sem við erum ekkert góðir í. „Ég er mjög ánægður með margt hjá liðinu mínu framan af leik en þegar líður á leikinn þá vantar okkur kraft til að klára þennan leik. „Það hefur ekki verið of mikið að vera án þessara leikmanna. Við getum ekkert beðið eftir að þeir komi og reddi málum, lið byggjast ekki upp á einstaklingum þó það sé gott fyrir breidd. Við höfum haldið út án þessara leikmanna en það klikkar í dag. Við verðum að skoða af hverju." „Við höfum fengið fullt út úr þessum leikmönnum sem við erum með en kannski hefði ég átt að rúlla betur. Við brennum inni í nokkrum stöðum og ég verð að skoða það og læra af því. Ég er mjög ánægður með margt og ekki síst Atla Karl og þá ógnun sem hann er með í þessum leik. Svo er spurning hvort HK liðið haldi betur út þegar það er komið með fleiri leikmenn, auðvitað ætti að vera þannig," sagði Kristinn að lokum. Hér efst í fréttinni má sjá fleiri myndir úr leiknum. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
FH sigraði Íslandsmeistara HK í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í vor 28-23. Segja má að FH hafi fellt HK á eigin bragði því varnarleikur FH og markvarsla lagði grunninn að sigrinum eftir að HK hafði verið 14-12 yfir í hálfleik. Leikurinn var saga ólíkra hálfleika. HK var mikið betra í fyrri hálfleik. Liðið fékk urmul opinna færa og ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu Daníels Freys Andréssonar í marki FH hefði HK getað verið í mjög þægilegri stöðu í hálfleik. Vörn FH var sem gatasigti og sóknarleikurinn hægur og fyrirsjánalegur. Á sama tíma var vörn HK sterk en liðið gerði sig oft sekt um klaufaleg mistök í sókninni auk þess að liðið fór illa með mörg opin færi. Í seinni hálfleik skellti FH vörnin í lás, liðið náði að sundurspila vörn HK á löngum köflum og tryggja sér öruggan sigur að lokum. Miklu munaði um það hjá HK að Ólafur Víðir Ólafsson meiðist snemma leiks og Bjarki Jónsson náði að klippa Bjarka Má Elísson gjörsamlega út úr leiknum. FH fékk að sama skapi gott framlag sóknarlega frá mörgum leikmönnum auk þess sem Sigurður Ágústsson, Ísak Rafnsson og félagar í vörn FH stigu hressilega upp í seinni hálfleik. FH náði þar með HK að stigum en bæði lið eru með fimm stig eftir fimm leiki í afar jafnri deild. Einar Andri: Mættum til leiks í seinni hálfleikmynd/vilhelm„Við vorum á hælunum í fyrri hálfleik og vorum andlausir þó það sé góð stemning í liðinu. Þessir tveir tapleikir þar sem við töpum á síðustu tíu mínútunum hafa greinilega legið djúpt á mönnum. Menn svöruðu heldur betur í seinni hálfleik og sýndu frábæran karakter. Þeir sýndu það sem ég býst við af þessu liði í hverjum leik," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „Við fórum að spila vörn í seinni hálfleik. Þeir réðust utanvert á 6-0 vörnina og komust þar í gegn hvað eftir annað. Sóknarlega vorum við hræddir og menn að passa sig að gera ekki mistök sem boðar ekki gott. Svo mættu menn til leiks í seinni hálfleik. „Við horfum ekkert á töfluna, þetta snýst um spilamennsku og þegar FH spilar á getu þá eigum við að taka töluvert af stigum. Það þýðir ekkert að horfa bara á töfluna og spá ekkert í hvernig liðið er að spila, þetta snýst um hvað við gerum á vellinum. „Við getum byggt á þessu fyrir mjög mikilvægan leik í næstu viku á móti Aftureldingu. Við sjáum til hvernig Logi stendur sig í vikunni. Ef hann stendur sig vel þá er aldrei að vita nema við tökum hann inn í hópinn," sagði Einar Andri að lokum. Kristinn: Þurfum að gera það sem við erum góðir í til að vinna leikiKristni var heitt í hamsi í kvöld.mynd/vilhelm„Við erum algjörlega með stjórn á þessum leik í fyrri hálfleik og gerum það sem okkur langar til. Sóknarlega erum við að opna þá og fá mikið af færum og gera fullt af góðum hlutum. Samt sem áður erum við að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera og töpum boltanum í staðin fyrir að koma okkur í þægilega stöðu fyrir hálfleik," sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK í leikslok. „Við höldum áfram að gera þessa vitleysu í seinni hálfleik og erum að brenna inni á ákvarðanatöku og erum seinir að koma okkur til baka. Þeir ná að keyra á okkur. Ef við ætlum að vinna leiki þurfum við að halda okkur við að sem við erum góðir í og sleppa að fara í sirkúsa sem við erum ekkert góðir í. „Ég er mjög ánægður með margt hjá liðinu mínu framan af leik en þegar líður á leikinn þá vantar okkur kraft til að klára þennan leik. „Það hefur ekki verið of mikið að vera án þessara leikmanna. Við getum ekkert beðið eftir að þeir komi og reddi málum, lið byggjast ekki upp á einstaklingum þó það sé gott fyrir breidd. Við höfum haldið út án þessara leikmanna en það klikkar í dag. Við verðum að skoða af hverju." „Við höfum fengið fullt út úr þessum leikmönnum sem við erum með en kannski hefði ég átt að rúlla betur. Við brennum inni í nokkrum stöðum og ég verð að skoða það og læra af því. Ég er mjög ánægður með margt og ekki síst Atla Karl og þá ógnun sem hann er með í þessum leik. Svo er spurning hvort HK liðið haldi betur út þegar það er komið með fleiri leikmenn, auðvitað ætti að vera þannig," sagði Kristinn að lokum. Hér efst í fréttinni má sjá fleiri myndir úr leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira