Viðskipti erlent

SAS á duldar eignir fyrir tugi milljarða í London

Flugfélagið SAS á duldar eignir í London sem eru tug milljarða króna virði. Fjallað er um málið á vefsíðunni business.dk en þar kemur fram að þessar eignir felist í lendingarleyfum, eða svokölluðum "slots", á Heathrow flugvellinum.

SAS hefur umráð yfir 3% til 5% af öllum þessum leyfum á flugvellinum en markaðsvirði þeirra er talið vera um 2 milljarða danskra kr. eða um 40 milljarðar kr. Það er Deloitte sem hefur reiknað út markaðsvirði svona leyfa en verðamæti þeirra eru mismundi eftir því hvort þau gilda að morgni eða kvöldi eða um helgar.

Leyfin fela í sér bæði flugtök og lendingar og á SAS 21 slíkt á virkum dögum, 20 á sunnudögum og 12 á laugardögum. Fram kemur á vefsíðunni að önnur flugfélög sem ráða yfir miklu af svona leyfum vilji nota þau sem veð í skuldabréfaútgáfu á sínum vegum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×