iPhone 5 kominn út- Lengri, léttari og þynnri 12. september 2012 18:26 Frá kynningunni í dag mynd/cnet „Það er bara bomba komin inn á markaðinn. Þeir hafa komið okkur á óvart og sýnt að þeir geta gert miklu öflugri og betri græju - en hafa hana þó léttari og þynnri sem er eitthvað sem aðrir framleiðndur hafa ekki verið að gera," segir Björgvin Björgvinsson, sérfræðingur hjá Epli.is, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tæknirisinn Apple kynnti í dag nýja útgáfu af iPhone-símanum og nefnist sá sími einfaldlega iPhone 5. Síminn er töluvert frábrugðinn síðustu útgáfunni, 4S. iPhone 5 er 20 prósent þynnri, 18 prósent léttari, eða 112 grömm. „Hann er tvöfalt hraðari en 4S síminn. Hann er með 4G, betri grafík, sambærilega grafík og leikjatölvur eru með í dag. Það er ný myndavél, miklu betri. Þá eru þeir komnir með nýjan eiginleika sem heitir Panorama, sem býður upp á að taka Panorama-myndir á afar nákvæman hátt með allt að 28 megapixlum," segir Björgvin. Þá er skjárinn stærri eða 4 tommur í staðinn fyrir 3,5 tommur eins og er á 4S. „Síminn er ekki breiðari heldur lengri. Betri rafhlöðuending þó hann sé léttari og þynnri. 40 prósent betri litadýpt og með nákvæmustu snertitækni sem fyrir finnst á markaðnum í dag." Þá er síminn alfarið úr áli og gleri. „Þetta er eini síminn sinnar tegundar sem er framleiddur á þann hátt. Það gerir hann svo léttan líka." Nána er hægt að lesa um símann hér. Tækni Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
„Það er bara bomba komin inn á markaðinn. Þeir hafa komið okkur á óvart og sýnt að þeir geta gert miklu öflugri og betri græju - en hafa hana þó léttari og þynnri sem er eitthvað sem aðrir framleiðndur hafa ekki verið að gera," segir Björgvin Björgvinsson, sérfræðingur hjá Epli.is, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tæknirisinn Apple kynnti í dag nýja útgáfu af iPhone-símanum og nefnist sá sími einfaldlega iPhone 5. Síminn er töluvert frábrugðinn síðustu útgáfunni, 4S. iPhone 5 er 20 prósent þynnri, 18 prósent léttari, eða 112 grömm. „Hann er tvöfalt hraðari en 4S síminn. Hann er með 4G, betri grafík, sambærilega grafík og leikjatölvur eru með í dag. Það er ný myndavél, miklu betri. Þá eru þeir komnir með nýjan eiginleika sem heitir Panorama, sem býður upp á að taka Panorama-myndir á afar nákvæman hátt með allt að 28 megapixlum," segir Björgvin. Þá er skjárinn stærri eða 4 tommur í staðinn fyrir 3,5 tommur eins og er á 4S. „Síminn er ekki breiðari heldur lengri. Betri rafhlöðuending þó hann sé léttari og þynnri. 40 prósent betri litadýpt og með nákvæmustu snertitækni sem fyrir finnst á markaðnum í dag." Þá er síminn alfarið úr áli og gleri. „Þetta er eini síminn sinnar tegundar sem er framleiddur á þann hátt. Það gerir hann svo léttan líka." Nána er hægt að lesa um símann hér.
Tækni Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira