Gunnar Nelson æfir stíft fyrir UFC 13. september 2012 16:00 Bardagakappinn Gunnar Nelson undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir fyrsta UFC-bardaga sinn sem fram fer í Nottingham á Englandi þann 29. september. Andstæðingur Gunnars er Þjóðverjinn Pascal Krauss sem hefur viðurnefnið "Skriðdrekinn". Krauss var veltivigtarmeistari Cage Warriors áður en hann gekk til liðs við UFC og er jafnframt fyrrum unglingameistari Þjóðverja í hnefaleikum. Hann hafnaði meðal annars í öðru sæti á þýska meistaramótinu í hnefaleikum, en úrslitabardaginn þar var eina tap hans á 18 bardaga ferli í hnefaleikum. Krauss hefur unnið tíu bardaga sem atvinnumaður í MMA. Eina tap hans var gegn hinum geysisterka John Hathaway en Krauss hafði þá verið frá keppni í tæpa 18 mánuði vegna alvarlegra axlarmeiðsla. Krauss tapaði á dómaraúrskurði og hefur því aldrei verið stöðvaður á ferli sínum sem atvinnumaður í MMA. Gunnar Nelson hefur verið við stífar æfingar undanfarnar vikur. Hann var meðal annars við æfingar hjá MMA-goðsögninni Renzo Gracie í New York og æfði þar meðal annars með Georges St-Pierre, UFC-meistaranum í veltivigt. Undanfarna daga hefur Gunnar hins vegar verið við æfingar hér heima ásamt keppnisliði bardagaklúbbsins Mjölnis. John Kavanagh, aðalþjálfari Gunnars og nýráðinn yfirþjálfari Mjölnis, hefur verið Gunnari innan handar en hann er margreyndur þjálfari í MMA. Bardagi Gunnars fer sem fyrr segir fram þann 29. september og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Gunnar á æfingu með keppnisliði Mjölnis sem og valin brot úr bardögum hans og Árna "úr járni" Ísakssonar. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, á heiðurinn af myndbandinu. Innlendar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir fyrsta UFC-bardaga sinn sem fram fer í Nottingham á Englandi þann 29. september. Andstæðingur Gunnars er Þjóðverjinn Pascal Krauss sem hefur viðurnefnið "Skriðdrekinn". Krauss var veltivigtarmeistari Cage Warriors áður en hann gekk til liðs við UFC og er jafnframt fyrrum unglingameistari Þjóðverja í hnefaleikum. Hann hafnaði meðal annars í öðru sæti á þýska meistaramótinu í hnefaleikum, en úrslitabardaginn þar var eina tap hans á 18 bardaga ferli í hnefaleikum. Krauss hefur unnið tíu bardaga sem atvinnumaður í MMA. Eina tap hans var gegn hinum geysisterka John Hathaway en Krauss hafði þá verið frá keppni í tæpa 18 mánuði vegna alvarlegra axlarmeiðsla. Krauss tapaði á dómaraúrskurði og hefur því aldrei verið stöðvaður á ferli sínum sem atvinnumaður í MMA. Gunnar Nelson hefur verið við stífar æfingar undanfarnar vikur. Hann var meðal annars við æfingar hjá MMA-goðsögninni Renzo Gracie í New York og æfði þar meðal annars með Georges St-Pierre, UFC-meistaranum í veltivigt. Undanfarna daga hefur Gunnar hins vegar verið við æfingar hér heima ásamt keppnisliði bardagaklúbbsins Mjölnis. John Kavanagh, aðalþjálfari Gunnars og nýráðinn yfirþjálfari Mjölnis, hefur verið Gunnari innan handar en hann er margreyndur þjálfari í MMA. Bardagi Gunnars fer sem fyrr segir fram þann 29. september og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Gunnar á æfingu með keppnisliði Mjölnis sem og valin brot úr bardögum hans og Árna "úr járni" Ísakssonar. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, á heiðurinn af myndbandinu.
Innlendar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira