Viðskipti erlent

Markaðir í Evrópu sýna rauðar tölur lækkunar

Magnús Halldórsson skrifar
Vísitölur hlutabréfamarkaða í Evrópu hafa víðast hvar lækkað í morgun eftir að viðskipti hófust. Lækkanirnar eru öðru fremur raktar til þess að erfiðir tímar séu framundan í efnahagslífi margra ríkja Evrópu, ekki síst Spánar, að því er fram kemur á vef Wall Street Journal (WSJ). Í fréttaskýringu WSJ segir að búist sé við því að haustið og vetrarmánuðir á Spáni muni einkennast af fjöldamótmælum vegna niðurskurðar, og atvinnuleysis, en það mælist nú tæplega 25 prósent á Spáni.

Í morgun lækkaði DAX vísitalan þýska um 0,3 prósent við upphaf viðskipta og FTSE 100 vísitalan breska um tæplega 0,4 prósent.

Hér á landi hafði lítil hreyfing verið á viðskiptum með hlutabréf, gengi Haga hefur lækkað um 0,27 prósent og er nú 18,2, í viðskiptum upp á aðeins 182 þúsund krónur. Nánari upplýsingar um gang mála á íslenska markaðnum má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×