Viðskipti erlent

Seðlabanki Evrópu þarf að gera meira til að leysa skuldavandann

Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD
Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD
Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Seðlabanki Evrópu verði að gera meira til að leysa skuldavandann á evrusvæðinu og treysta stoðir evrunnar sem myntar.

Gurria lét þessi orð falla á ráðstefnu í Slóveníu í gær, en það er Reuters sem greinir frá. Gurria sagði að það væri ekki nóg að hafa björgunarsjóðina tvo sem eru notaðir til að aðstoða skuldsett ríki, Seðlabanki Evrópu yrði að grípa inn í.

Framtíð fjármálakerfisins í Evrópu væri í húfi og ekki ætti að stofna evrunni í hættu. Gurria sagði að Seðlabankinn ætti í raun strax að hefja kaup á ríkisskuldabréfum á evrusvæðinu í miklum mæli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×