Kallar eftir ótvíræðum aðgerðum til að leysa fjármálakreppuna 2. september 2012 12:17 Marianno Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að finna varanlega lausn á skuldavandanum sem ógni tilvist evrunnar. Marianno Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að finna varanlega lausn á skuldavandanum sem ógni tilvist evrunnar. Framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD tekur undir og gagnrýnir Seðlabanka Evrópu fyrir að gera ekki nóg vegna fjármalakrísunnar og til að treysta stoðir evrunnar sem gjaldmiðils. Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Seðlabanki Evrópu verði að gera meira til að leysa skuldavandann á evrusvæðinu og treysta stoðir evrunnar sem myntar. Gurria lét þessi orð falla á ráðstefnu í Slóveníu í gær, en það er Reuters sem greinir frá. Gurria sagði að það væri ekki nóg að hafa björgunarsjóðina tvo sem eru notaðir til að aðstoða skuldsett ríki á evrusvæðinu, Seðlabanki Evrópu yrði að grípa inn í. Framtíð fjármálakerfisins í Evrópu væri í húfi og ekki ætti að stofna evrunni í hættu. Gurria sagði að Seðlabankinn ætti í raun strax að hefja kaup á ríkisskuldabréfum á evrusvæðinu í miklum mæli. European Financial Stability Facility og European Stability Mechanism, ESM, eru sjóðirnir tveir sem notaðir eru, en þýski stjórnlagadómstóllinn á að skera úr um lögmæti ESM hinn 12. september næstkomandi eftir að Bundestag, þýska þjóðþingið samþykkti lög um sjóðinn í júní. Margir hafa spáð því að ef dómstóllinn teli lögin um sjóðinn andstæð þýsku stjórnarskránni þýði það endalok sjóðsins. Gurria sagði jafnframt á ráðstefnunni í Slóveníu að hann hefði enga trú á því að evrusamstarfið myndi brotna upp með útgöngu einhverra ríkja, eins og Grikklands eða Spánar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir ótvíræðum aðgerðum til að leysa fjármálakreppuna á evrusvæðinu og eyða óvissu um framtíð evrunnar sem myntar. Rajoy sagði í viðtali við þýska dagblaðið Bild í gær að það yrði að laga þá stöðu sem væri uppi á evrusvæðinu, sem fæli í sér að sum ríki fjármögnuðu sig með neikvæðum vöxtum á meðan önnur þyrftu að þola gífurlega háa vexti á ríkisskuldabréf sín, eins og Spánn. Staðan væri ósjálfbær til framtíðar. Fjárfestar virðast ekki hafa trú á þeim björgunaraðgerðum sem ráðist hefur verið í til handa Spáni því ávöxtunarkrafa á spænsk ríkisskuldabréf er nú 7 prósent og náði hámarki fyrr í sumar þegar hún var nálægt 8 prósentum. Rajoy sagði við Bild að að eyða yrði óvissu um evruna, en hrósaði Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir vinnu hennar við að takast á við fjármálakrísuna. Merkel mun sækja Spán heim í vikunni þegar hún fer í opinbera heimsókn til höfuðborgarinnar Madríd. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Marianno Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að finna varanlega lausn á skuldavandanum sem ógni tilvist evrunnar. Framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD tekur undir og gagnrýnir Seðlabanka Evrópu fyrir að gera ekki nóg vegna fjármalakrísunnar og til að treysta stoðir evrunnar sem gjaldmiðils. Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Seðlabanki Evrópu verði að gera meira til að leysa skuldavandann á evrusvæðinu og treysta stoðir evrunnar sem myntar. Gurria lét þessi orð falla á ráðstefnu í Slóveníu í gær, en það er Reuters sem greinir frá. Gurria sagði að það væri ekki nóg að hafa björgunarsjóðina tvo sem eru notaðir til að aðstoða skuldsett ríki á evrusvæðinu, Seðlabanki Evrópu yrði að grípa inn í. Framtíð fjármálakerfisins í Evrópu væri í húfi og ekki ætti að stofna evrunni í hættu. Gurria sagði að Seðlabankinn ætti í raun strax að hefja kaup á ríkisskuldabréfum á evrusvæðinu í miklum mæli. European Financial Stability Facility og European Stability Mechanism, ESM, eru sjóðirnir tveir sem notaðir eru, en þýski stjórnlagadómstóllinn á að skera úr um lögmæti ESM hinn 12. september næstkomandi eftir að Bundestag, þýska þjóðþingið samþykkti lög um sjóðinn í júní. Margir hafa spáð því að ef dómstóllinn teli lögin um sjóðinn andstæð þýsku stjórnarskránni þýði það endalok sjóðsins. Gurria sagði jafnframt á ráðstefnunni í Slóveníu að hann hefði enga trú á því að evrusamstarfið myndi brotna upp með útgöngu einhverra ríkja, eins og Grikklands eða Spánar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir ótvíræðum aðgerðum til að leysa fjármálakreppuna á evrusvæðinu og eyða óvissu um framtíð evrunnar sem myntar. Rajoy sagði í viðtali við þýska dagblaðið Bild í gær að það yrði að laga þá stöðu sem væri uppi á evrusvæðinu, sem fæli í sér að sum ríki fjármögnuðu sig með neikvæðum vöxtum á meðan önnur þyrftu að þola gífurlega háa vexti á ríkisskuldabréf sín, eins og Spánn. Staðan væri ósjálfbær til framtíðar. Fjárfestar virðast ekki hafa trú á þeim björgunaraðgerðum sem ráðist hefur verið í til handa Spáni því ávöxtunarkrafa á spænsk ríkisskuldabréf er nú 7 prósent og náði hámarki fyrr í sumar þegar hún var nálægt 8 prósentum. Rajoy sagði við Bild að að eyða yrði óvissu um evruna, en hrósaði Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir vinnu hennar við að takast á við fjármálakrísuna. Merkel mun sækja Spán heim í vikunni þegar hún fer í opinbera heimsókn til höfuðborgarinnar Madríd.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur