Viðskipti erlent

Antony Jenkins ráðinn forstjóri Barclays

Bob Daimond, fyrrum forstjóri Barclays, sést hér á myndinni.
Bob Daimond, fyrrum forstjóri Barclays, sést hér á myndinni.
Antony Jenkins hefur verið ráðinn nýr forstjóri breska bankans Barclays. Bob Daimond, fyrrum forstjóri bankans, sagði starfi sínu lausu eftir að bankinn viðurkenndi stórfelld lögbrot sem snéru að fölsun vaxtaálags á skuldir bankans. Bankinn greiddi 290 milljónir punda, tæplega 56 milljarða króna, í sekt til breska fjármálaeftirlitsins vegna málsins.

Jenkins segir í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC að hann telji bankann hafa gert alvarleg mistök þegar kemur að vaxtasvindli bankans. Hann segist stoltur að því að vera boðið starfið, en hann hefur starfað í bankageiranum í um 30 ár.

Sjá má frétt BBC um ráðningu Jenkins, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×