Viðskipti erlent

Amazon kynnir nýja spjaldtölvu í næstu viku

Kindle Fire spjaldtölvan.
Kindle Fire spjaldtölvan. mynd/AFP
Vefverslunin og tæknifyrirtækið Amazon tilkynnti í dag að spjaldtölva félagsins, Kindle Fire, væri ekki lengur fáanleg. Talið er að Amazon hafi nú hætt allri framleiðslu á spjaldtölvunni.

Tilkynningin er sögð staðfesta þann orðróm sem hefur verið á kreiki um að Amazon muni opinbera nýja og endurbætta spjaldtölvu á fimmtudaginn í næstu viku.

Kindle Fire var kynnt til sögunnar í nóvember síðastliðnum en henni var stefnt til höfuðs iPad spjaldtölvu Apple.

Kindle Fire ásamt Kindle-lesbrettunum.mynd/AFP
Amazon hefur ekki gefið út nákvæmar sölutölur fyrir Kindle Fire. Fyrirtækið hefur þó tilkynnt að markaðshlutdeild þess á spjaldtölvumarkaðinum í Bandaríkjunum nemi 22 prósentum.

Þetta þýðir að Amazon — sem í raun er nýgræðingur í framleiðslu spjaldtölva — er næst stærsti spjaldtölvuframleiðandinn í Bandaríkjunum.

Þá er talið að Amazon komi til með að selja rúmlega ellefu milljón Kindle-lesbretti í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×