Meðfylgjandi myndir voru teknar á hótel Marina við Mýrargötu í dag í tilefni af því að söfnunarátakið Á allra vörum leggur nú af stað í sína fimmtu landssöfnun. Fjöldi kvenna kom saman og sýndi stuðning í verki með því að kaupa Á allra vörum gloss sem fæst í tveimur litum.
Í ár er stefnt að því að safna fyrir rekstri stuðningsmiðstöðvar fyrir veikustu börnin í landinu og fjölskyldur þeirra en á Íslandi eru um og yfir 50 börn með sjaldgæfa, mjög alvarlega, ólæknandi sjúkdóma. Þessi hópur hefur farið ört stækkandi á undanförnum árum, en framfarir í tækni og læknavísindum hafa gert þeim kleift að lifa af og lifa lengur. Hugmyndin er að setja á fót alhliða stuðningsmiðstöð fyrir þessi börn og fjölskyldur þeirra.
Átakið Á allra vörum formlega hafið

Mest lesið



Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp





Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp


Gærurnar verða að hátísku
Tíska og hönnun