Körfubolti

LeBron vill spila á ÓL 2016

vísir/getty
LeBron James er ekki búinn að fá nóg af Ólympíuleikunum og hefur þegar gefið það út að hann sé klár í að spila í Rio de Janeiro árið 2016.

"Ég er ekki búinn að ræða þetta við körfuknattleikssambandið. Ef ég er heill heilsu þá langar mig að taka þátt. Ég er búinn að reikna þetta út og ég verð víst 31 árs þá," sagði James léttur þar sem verið var að heiðra hann í heimabæ sínum, Akron, fyrir afrek ársins.

James var valinn bestur í NBA-deildinni, varð NBA-meistari og fékk síðan Ólympíugull. Ekki slæm uppskera það.

"Ég elska að spila með landsliðinu og er stoltur af þvi að spila fyrir þjóðina. Ég veit ekki hvað gerist eftir fjögur ár en ég er meira en til í að vera með."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×