Viðskipti erlent

Soros kaupir tæplega tvö prósent hlut í Man. Utd.

Magnús Halldórsson skrifar
George Soros.
George Soros.
Hinn 82 ára gamli áhættufjárfestir, George Soros, hefur nú veðjað á Manchester United í fjárfestingum sínum, en hann hefur keypt tæplega 2 prósent hlut í félaginu fyrir ríflega 40 milljónir dala, eða sem nemur tæplega fimm milljörðum króna, að því er greint er frá í fréttum breska ríkisútvarpsins BBC sem byggir frétt sína á skjölum fjármálaeftirlitsins í Bandaríkjunum.

Bréf í Manchester United voru tekin til viðskipta í kauphöllinni 10. ágúst sl. en hlutir í félaginu hafa fallið um 6,7 prósent síðan þau voru tekin til viðskipta og er gengið nú um 13 dalir á hlut, en skráningargengið var 14,2.

Sjá má umfjöllun BBC um fjárfestingu Soros í Man. Utd. hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×