Viðskipti erlent

Vilja fá lengri frest til að greiða skuldir

Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands.
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands.
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, segir nauðsynlegt að gríska ríkið fái lengri tíma til að vinna sig út úr efnahagsþrengingum. Lánadrottnar eigi að gefa þeim lengri frest til að greiða skuldir sínar. Í dag mun forsætisráðherran funda með Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og forseta Efnahags- og myntbandalags Evrópu, þar sem rætt verður um skuldavanda landsins. Grikkjum ber að skera niður ríkisútgjöld um 11,5 milljarða evra á næstu tveimur árum, að því er fram kemur á vef BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×