Aron ráðinn þjálfari til ársins 2015 | Þjálfar líka Hauka í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. ágúst 2012 11:42 mynd/pjetur Aron Kristjánsson var í hádeginu ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs karla til ársins 2012. Aron mun einnig þjálfa Haukaliðið í vetur en hætta næsta sumar og einbeita sér alfarið að vinnu sinni fyrir HSÍ. Gunnar Magnússon mun áfram verða í þjálfarateymi landsliðsins og vonir standa til þess að Óskar Bjarni Óskarsson verði einnig áfram aðstoðarþjálfari. Vísir lýsti því helsta sem fram fór á blaðamannafundinum í hádeginu og má lesa það hér að neðan. - Hefðbundnum blaðamannafundi er lokið. - Fyrsta verkefni er að tala við leikmenn liðsins um framhaldið segir nýi þjálfarinn. Aron vonar að Ólafur Stefánsson haldi áfram í landsliðinu. Hann hefur ekki rætt við neina leikmenn nú þegar. - Einar framkvæmdastjóri segir að þetta sé gömul reglugerð og eigi ekki við lengur. Ráðningin er því lögleg segir Einar. - Gaupi spyr hvort það sé löglegt að landsliðsþjálfari þjálfi einnig félag í efstu deild. Knútur staðfestir að svo sé ekki samkvæmt reglugerð. Aron átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en mun aðeins klára eitt ár. - Aron þakkar fyrir traustið en segir það vera afar krefjandi að taka við starfinu af Guðmundi. Hann ætlar að byggja á sama grunni. - Fyrstu verkefni Arons eru að stýra liðinu í leikjum í undankeppni EM 2014. Hann fer svo með liðið á HM á Spáni í janúar. - Aron mun þjálfa Hauka áfram í vetur. Hann mun hætta með félagið næsta sumar. HSÍ fannst ósanngjarnt að rífa þjálfarann af félaginu korteri fyrir mót. - HSÍ vildi halda sama teymi og hefur samið við Gunnar Magnússon um að vera aðstoðarmaður Arons. Óskar Bjarni hefur einnig áhuga á að halda áfram en hann er nýbyrjaður að þjálfa í Danmörku og hefur ekki enn tekist að ganga frá samningi við hann. Knútur er bjartsýnn á að það gangi upp en hann vonaðist til þess að klára það í morgun. Það gekk ekki. - "Aron var efstur á blaði," segir Knútur og bætir við að samningaviðræður hafi gengið hratt fyrir sig. Gengið var frá samningnum rétt fyrir Ólympíuleikana. - Knútur Hauksson tekur fyrstur til máls. Segir að það hafi verið mikilvægt að ráða mann sem býr hér á landi. HSÍ vill að þjálfarinn hafi meiri vinnuskyldu á skrifstofunni og komi að uppbyggingunni á íslenskum handbolta. - Fundurinn er nú að byrja. Mættir eru Aron Kristjánsson, Knútur Hauksson, formaður HSÍ, og Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ ásamt fleiri stjórnarmönnum. Fjölmiðlabönnum er boðið upp á samlokur, ávexti og súkkulaðikex. Kaffið er gott. - Aron er mjög reyndur þjálfari. Hann gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð og hefur verið í sérflokki sem félagsþjálfari á Íslandi undanfarin ár. Hann þjálfaði einnig Skjern í Danmörku á sínum tíma og þjálfaði síðan Hannover-Burgdorf áður en hann kom aftur heim. - Það á enn eftir að koma ýmislegt í ljós á þessum fundi. Hverjir verða aðstoðarmenn Arons og hvort hann haldi áfram að þjálfa Haukaliðið. Fjölmiðlamenn streyma nú á fundinn hver á fætur öðrum. Gaupi er mættur og er hress. - Aron semur við HSÍ til ársins 2015. Hann er að skipta um föt í augnablikinu og að skella sér í pólo-bol merktum HSÍ. Hann er mættur í bolnum og tekur sig vel út í honum. - Forkólfar HSÍ eru hér mættir ásamt nýja landsliðsþjálfaranum, Aroni Kristjánssyni. Það er líklega verst geymda leyndarmál ársins að Aron væri að fara að taka við liðinu. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Aron Kristjánsson var í hádeginu ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs karla til ársins 2012. Aron mun einnig þjálfa Haukaliðið í vetur en hætta næsta sumar og einbeita sér alfarið að vinnu sinni fyrir HSÍ. Gunnar Magnússon mun áfram verða í þjálfarateymi landsliðsins og vonir standa til þess að Óskar Bjarni Óskarsson verði einnig áfram aðstoðarþjálfari. Vísir lýsti því helsta sem fram fór á blaðamannafundinum í hádeginu og má lesa það hér að neðan. - Hefðbundnum blaðamannafundi er lokið. - Fyrsta verkefni er að tala við leikmenn liðsins um framhaldið segir nýi þjálfarinn. Aron vonar að Ólafur Stefánsson haldi áfram í landsliðinu. Hann hefur ekki rætt við neina leikmenn nú þegar. - Einar framkvæmdastjóri segir að þetta sé gömul reglugerð og eigi ekki við lengur. Ráðningin er því lögleg segir Einar. - Gaupi spyr hvort það sé löglegt að landsliðsþjálfari þjálfi einnig félag í efstu deild. Knútur staðfestir að svo sé ekki samkvæmt reglugerð. Aron átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en mun aðeins klára eitt ár. - Aron þakkar fyrir traustið en segir það vera afar krefjandi að taka við starfinu af Guðmundi. Hann ætlar að byggja á sama grunni. - Fyrstu verkefni Arons eru að stýra liðinu í leikjum í undankeppni EM 2014. Hann fer svo með liðið á HM á Spáni í janúar. - Aron mun þjálfa Hauka áfram í vetur. Hann mun hætta með félagið næsta sumar. HSÍ fannst ósanngjarnt að rífa þjálfarann af félaginu korteri fyrir mót. - HSÍ vildi halda sama teymi og hefur samið við Gunnar Magnússon um að vera aðstoðarmaður Arons. Óskar Bjarni hefur einnig áhuga á að halda áfram en hann er nýbyrjaður að þjálfa í Danmörku og hefur ekki enn tekist að ganga frá samningi við hann. Knútur er bjartsýnn á að það gangi upp en hann vonaðist til þess að klára það í morgun. Það gekk ekki. - "Aron var efstur á blaði," segir Knútur og bætir við að samningaviðræður hafi gengið hratt fyrir sig. Gengið var frá samningnum rétt fyrir Ólympíuleikana. - Knútur Hauksson tekur fyrstur til máls. Segir að það hafi verið mikilvægt að ráða mann sem býr hér á landi. HSÍ vill að þjálfarinn hafi meiri vinnuskyldu á skrifstofunni og komi að uppbyggingunni á íslenskum handbolta. - Fundurinn er nú að byrja. Mættir eru Aron Kristjánsson, Knútur Hauksson, formaður HSÍ, og Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ ásamt fleiri stjórnarmönnum. Fjölmiðlabönnum er boðið upp á samlokur, ávexti og súkkulaðikex. Kaffið er gott. - Aron er mjög reyndur þjálfari. Hann gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð og hefur verið í sérflokki sem félagsþjálfari á Íslandi undanfarin ár. Hann þjálfaði einnig Skjern í Danmörku á sínum tíma og þjálfaði síðan Hannover-Burgdorf áður en hann kom aftur heim. - Það á enn eftir að koma ýmislegt í ljós á þessum fundi. Hverjir verða aðstoðarmenn Arons og hvort hann haldi áfram að þjálfa Haukaliðið. Fjölmiðlamenn streyma nú á fundinn hver á fætur öðrum. Gaupi er mættur og er hress. - Aron semur við HSÍ til ársins 2015. Hann er að skipta um föt í augnablikinu og að skella sér í pólo-bol merktum HSÍ. Hann er mættur í bolnum og tekur sig vel út í honum. - Forkólfar HSÍ eru hér mættir ásamt nýja landsliðsþjálfaranum, Aroni Kristjánssyni. Það er líklega verst geymda leyndarmál ársins að Aron væri að fara að taka við liðinu.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira