Aron ráðinn þjálfari til ársins 2015 | Þjálfar líka Hauka í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. ágúst 2012 11:42 mynd/pjetur Aron Kristjánsson var í hádeginu ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs karla til ársins 2012. Aron mun einnig þjálfa Haukaliðið í vetur en hætta næsta sumar og einbeita sér alfarið að vinnu sinni fyrir HSÍ. Gunnar Magnússon mun áfram verða í þjálfarateymi landsliðsins og vonir standa til þess að Óskar Bjarni Óskarsson verði einnig áfram aðstoðarþjálfari. Vísir lýsti því helsta sem fram fór á blaðamannafundinum í hádeginu og má lesa það hér að neðan. - Hefðbundnum blaðamannafundi er lokið. - Fyrsta verkefni er að tala við leikmenn liðsins um framhaldið segir nýi þjálfarinn. Aron vonar að Ólafur Stefánsson haldi áfram í landsliðinu. Hann hefur ekki rætt við neina leikmenn nú þegar. - Einar framkvæmdastjóri segir að þetta sé gömul reglugerð og eigi ekki við lengur. Ráðningin er því lögleg segir Einar. - Gaupi spyr hvort það sé löglegt að landsliðsþjálfari þjálfi einnig félag í efstu deild. Knútur staðfestir að svo sé ekki samkvæmt reglugerð. Aron átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en mun aðeins klára eitt ár. - Aron þakkar fyrir traustið en segir það vera afar krefjandi að taka við starfinu af Guðmundi. Hann ætlar að byggja á sama grunni. - Fyrstu verkefni Arons eru að stýra liðinu í leikjum í undankeppni EM 2014. Hann fer svo með liðið á HM á Spáni í janúar. - Aron mun þjálfa Hauka áfram í vetur. Hann mun hætta með félagið næsta sumar. HSÍ fannst ósanngjarnt að rífa þjálfarann af félaginu korteri fyrir mót. - HSÍ vildi halda sama teymi og hefur samið við Gunnar Magnússon um að vera aðstoðarmaður Arons. Óskar Bjarni hefur einnig áhuga á að halda áfram en hann er nýbyrjaður að þjálfa í Danmörku og hefur ekki enn tekist að ganga frá samningi við hann. Knútur er bjartsýnn á að það gangi upp en hann vonaðist til þess að klára það í morgun. Það gekk ekki. - "Aron var efstur á blaði," segir Knútur og bætir við að samningaviðræður hafi gengið hratt fyrir sig. Gengið var frá samningnum rétt fyrir Ólympíuleikana. - Knútur Hauksson tekur fyrstur til máls. Segir að það hafi verið mikilvægt að ráða mann sem býr hér á landi. HSÍ vill að þjálfarinn hafi meiri vinnuskyldu á skrifstofunni og komi að uppbyggingunni á íslenskum handbolta. - Fundurinn er nú að byrja. Mættir eru Aron Kristjánsson, Knútur Hauksson, formaður HSÍ, og Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ ásamt fleiri stjórnarmönnum. Fjölmiðlabönnum er boðið upp á samlokur, ávexti og súkkulaðikex. Kaffið er gott. - Aron er mjög reyndur þjálfari. Hann gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð og hefur verið í sérflokki sem félagsþjálfari á Íslandi undanfarin ár. Hann þjálfaði einnig Skjern í Danmörku á sínum tíma og þjálfaði síðan Hannover-Burgdorf áður en hann kom aftur heim. - Það á enn eftir að koma ýmislegt í ljós á þessum fundi. Hverjir verða aðstoðarmenn Arons og hvort hann haldi áfram að þjálfa Haukaliðið. Fjölmiðlamenn streyma nú á fundinn hver á fætur öðrum. Gaupi er mættur og er hress. - Aron semur við HSÍ til ársins 2015. Hann er að skipta um föt í augnablikinu og að skella sér í pólo-bol merktum HSÍ. Hann er mættur í bolnum og tekur sig vel út í honum. - Forkólfar HSÍ eru hér mættir ásamt nýja landsliðsþjálfaranum, Aroni Kristjánssyni. Það er líklega verst geymda leyndarmál ársins að Aron væri að fara að taka við liðinu. Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Aron Kristjánsson var í hádeginu ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs karla til ársins 2012. Aron mun einnig þjálfa Haukaliðið í vetur en hætta næsta sumar og einbeita sér alfarið að vinnu sinni fyrir HSÍ. Gunnar Magnússon mun áfram verða í þjálfarateymi landsliðsins og vonir standa til þess að Óskar Bjarni Óskarsson verði einnig áfram aðstoðarþjálfari. Vísir lýsti því helsta sem fram fór á blaðamannafundinum í hádeginu og má lesa það hér að neðan. - Hefðbundnum blaðamannafundi er lokið. - Fyrsta verkefni er að tala við leikmenn liðsins um framhaldið segir nýi þjálfarinn. Aron vonar að Ólafur Stefánsson haldi áfram í landsliðinu. Hann hefur ekki rætt við neina leikmenn nú þegar. - Einar framkvæmdastjóri segir að þetta sé gömul reglugerð og eigi ekki við lengur. Ráðningin er því lögleg segir Einar. - Gaupi spyr hvort það sé löglegt að landsliðsþjálfari þjálfi einnig félag í efstu deild. Knútur staðfestir að svo sé ekki samkvæmt reglugerð. Aron átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en mun aðeins klára eitt ár. - Aron þakkar fyrir traustið en segir það vera afar krefjandi að taka við starfinu af Guðmundi. Hann ætlar að byggja á sama grunni. - Fyrstu verkefni Arons eru að stýra liðinu í leikjum í undankeppni EM 2014. Hann fer svo með liðið á HM á Spáni í janúar. - Aron mun þjálfa Hauka áfram í vetur. Hann mun hætta með félagið næsta sumar. HSÍ fannst ósanngjarnt að rífa þjálfarann af félaginu korteri fyrir mót. - HSÍ vildi halda sama teymi og hefur samið við Gunnar Magnússon um að vera aðstoðarmaður Arons. Óskar Bjarni hefur einnig áhuga á að halda áfram en hann er nýbyrjaður að þjálfa í Danmörku og hefur ekki enn tekist að ganga frá samningi við hann. Knútur er bjartsýnn á að það gangi upp en hann vonaðist til þess að klára það í morgun. Það gekk ekki. - "Aron var efstur á blaði," segir Knútur og bætir við að samningaviðræður hafi gengið hratt fyrir sig. Gengið var frá samningnum rétt fyrir Ólympíuleikana. - Knútur Hauksson tekur fyrstur til máls. Segir að það hafi verið mikilvægt að ráða mann sem býr hér á landi. HSÍ vill að þjálfarinn hafi meiri vinnuskyldu á skrifstofunni og komi að uppbyggingunni á íslenskum handbolta. - Fundurinn er nú að byrja. Mættir eru Aron Kristjánsson, Knútur Hauksson, formaður HSÍ, og Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ ásamt fleiri stjórnarmönnum. Fjölmiðlabönnum er boðið upp á samlokur, ávexti og súkkulaðikex. Kaffið er gott. - Aron er mjög reyndur þjálfari. Hann gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð og hefur verið í sérflokki sem félagsþjálfari á Íslandi undanfarin ár. Hann þjálfaði einnig Skjern í Danmörku á sínum tíma og þjálfaði síðan Hannover-Burgdorf áður en hann kom aftur heim. - Það á enn eftir að koma ýmislegt í ljós á þessum fundi. Hverjir verða aðstoðarmenn Arons og hvort hann haldi áfram að þjálfa Haukaliðið. Fjölmiðlamenn streyma nú á fundinn hver á fætur öðrum. Gaupi er mættur og er hress. - Aron semur við HSÍ til ársins 2015. Hann er að skipta um föt í augnablikinu og að skella sér í pólo-bol merktum HSÍ. Hann er mættur í bolnum og tekur sig vel út í honum. - Forkólfar HSÍ eru hér mættir ásamt nýja landsliðsþjálfaranum, Aroni Kristjánssyni. Það er líklega verst geymda leyndarmál ársins að Aron væri að fara að taka við liðinu.
Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira