Dómurinn kveðinn upp á morgun KHN skrifar 23. ágúst 2012 23:28 Spurningunni um sakhæfi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik verður svarað á morgun. Breivik hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé sakhæfur á meðan saksóknari í máli hans krefst þess að hann verði vistaður á geðdeild um ókomin ár. Geðheilsa Breiviks verður til umfjöllunar í Ósló á morgun. Þá mun dómarinn skera úr um hvort að fjöldamorðinginn eigi í raun heima í almennu fangelsi eða á réttargeðdeild. Eitt er þó víst. Breivik mun eiga samastað í Ila-fangelsinu um ókomin ár. Frá því að Breivik var handtekinn í kjölfar voðaverkanna í Útey og í stjórnarráðshverfinu í Ósló hefur hann dvalið í fangelsinu. Þar hefur Breivik aðgang að þremur klefum en hver er átta fermetrar að stærð. Í einum er svefnaðstaða, öðrum líkamsrækt og í þriðja er tölva sem Breivik hefur notað til að rita endurminningar sínar. Vistun Breiviks í Ila-fangelsinu verður með svipuðum hætti verður hann metinn sakhæfur á morgun. Ef dómarinn ákveður hins vegar að úrskurða hann ósakhæfan verður hann fluttur á sérstaka réttargeðdeild í fangelsinu. En dómurinn á morgun mun þó ekki endilega marka endalok málsins. „Hann segir að ef dómararnir komast að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki heill geðheilsu, þ.e. veikur á geði þá mun hann áfrýja. Ef dómararnir dæma hann til refsingar og að hann sé andlega heill segir hann að hann muni ekki áfrýja, eftir því sem okkur skilst á honum," segir Vibeke Hein Baera, lögmaður Breiviks. Rúmt ár er síðan Breivik myrti sjötíu og sjö manneskjur í miðborg Óslóar og í Útey. Aðstandendur fórnarlamba Breiviks verða viðstödd dómsuppkvaðninguna á morgun. Sjálfur mun Breivik sitja bakvið glervegg meðan úrskurðurinn verður kynntur. „Frá lagalegum sjónarhorni gæti hann orðið frjás maður að nokkrum árum liðnum. En ef við lítum raunhæft á málið mun hann hugsanlega sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað," segir Lasse Qvigstad, fyrrverandi saksóknari. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Spurningunni um sakhæfi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik verður svarað á morgun. Breivik hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé sakhæfur á meðan saksóknari í máli hans krefst þess að hann verði vistaður á geðdeild um ókomin ár. Geðheilsa Breiviks verður til umfjöllunar í Ósló á morgun. Þá mun dómarinn skera úr um hvort að fjöldamorðinginn eigi í raun heima í almennu fangelsi eða á réttargeðdeild. Eitt er þó víst. Breivik mun eiga samastað í Ila-fangelsinu um ókomin ár. Frá því að Breivik var handtekinn í kjölfar voðaverkanna í Útey og í stjórnarráðshverfinu í Ósló hefur hann dvalið í fangelsinu. Þar hefur Breivik aðgang að þremur klefum en hver er átta fermetrar að stærð. Í einum er svefnaðstaða, öðrum líkamsrækt og í þriðja er tölva sem Breivik hefur notað til að rita endurminningar sínar. Vistun Breiviks í Ila-fangelsinu verður með svipuðum hætti verður hann metinn sakhæfur á morgun. Ef dómarinn ákveður hins vegar að úrskurða hann ósakhæfan verður hann fluttur á sérstaka réttargeðdeild í fangelsinu. En dómurinn á morgun mun þó ekki endilega marka endalok málsins. „Hann segir að ef dómararnir komast að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki heill geðheilsu, þ.e. veikur á geði þá mun hann áfrýja. Ef dómararnir dæma hann til refsingar og að hann sé andlega heill segir hann að hann muni ekki áfrýja, eftir því sem okkur skilst á honum," segir Vibeke Hein Baera, lögmaður Breiviks. Rúmt ár er síðan Breivik myrti sjötíu og sjö manneskjur í miðborg Óslóar og í Útey. Aðstandendur fórnarlamba Breiviks verða viðstödd dómsuppkvaðninguna á morgun. Sjálfur mun Breivik sitja bakvið glervegg meðan úrskurðurinn verður kynntur. „Frá lagalegum sjónarhorni gæti hann orðið frjás maður að nokkrum árum liðnum. En ef við lítum raunhæft á málið mun hann hugsanlega sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað," segir Lasse Qvigstad, fyrrverandi saksóknari.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent