Nýjar höfuðstöðvar Facebook slá öllu við 26. ágúst 2012 00:01 Stjörnuarkitektinn Frank Gehry sýnir Mark Zuckerberg módelið af höfuðstöðvunum. Facebook heldur áfram að vaxa, en í þetta sinn eru það híbýli fyrirtækisins sem stækka. Nýverið tilkynnti fyrirtækið að stjörnu-arkitektinn Frank Gehry myndi hanna nýjar höfuðstöðvar Facebook ætlaðar fyrir 3.400 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða „klæðskerasniðnar" að þörfum Facebook. Þær verða í raun ein risavaxin skrifstofa. Þar ofan á verður þakgarður og auk þess verða ýmiss konar ráðstefnusalir og lokuð rými hér og þar í byggingunni. En fyrst og fremst er um eitt risastórt rými að ræða. Arkitektinn Frank Gehry er þekktur fyrir að fara að óskum viðskiptavina sinna án þess að kostnaðurinn fari fram úr öllu valdi. „Ég er mjög spenntur fyrir því að vinna með Gehry. Hugmyndin er að skapa hið fullkomna vinnusvæði: eitt risavaxið herbergi sem rúmar þúsundir manna, þar sem nándin verður nægilega mikil til að allir geti unnið saman. Þetta verður stærsta vinnusvæðið af þessari tegund í heimi. En auk þess verða hljóðlátari herbergi. Að utan mun húsið svo líta út nokkurn veginn eins og venjulegur hóll í náttúrunni," segir Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Zuckerberg gerir líka ráð fyrir að samstarfið við Gehry muni spara fyrirtækinu fjármuni þar sem Gehry er þekktur fyrir gott skipulag. „Svo við búumst við að þessi bygging verði ótrúleg en samt ekki sérlega dýr," segir hann. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Facebook heldur áfram að vaxa, en í þetta sinn eru það híbýli fyrirtækisins sem stækka. Nýverið tilkynnti fyrirtækið að stjörnu-arkitektinn Frank Gehry myndi hanna nýjar höfuðstöðvar Facebook ætlaðar fyrir 3.400 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða „klæðskerasniðnar" að þörfum Facebook. Þær verða í raun ein risavaxin skrifstofa. Þar ofan á verður þakgarður og auk þess verða ýmiss konar ráðstefnusalir og lokuð rými hér og þar í byggingunni. En fyrst og fremst er um eitt risastórt rými að ræða. Arkitektinn Frank Gehry er þekktur fyrir að fara að óskum viðskiptavina sinna án þess að kostnaðurinn fari fram úr öllu valdi. „Ég er mjög spenntur fyrir því að vinna með Gehry. Hugmyndin er að skapa hið fullkomna vinnusvæði: eitt risavaxið herbergi sem rúmar þúsundir manna, þar sem nándin verður nægilega mikil til að allir geti unnið saman. Þetta verður stærsta vinnusvæðið af þessari tegund í heimi. En auk þess verða hljóðlátari herbergi. Að utan mun húsið svo líta út nokkurn veginn eins og venjulegur hóll í náttúrunni," segir Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Zuckerberg gerir líka ráð fyrir að samstarfið við Gehry muni spara fyrirtækinu fjármuni þar sem Gehry er þekktur fyrir gott skipulag. „Svo við búumst við að þessi bygging verði ótrúleg en samt ekki sérlega dýr," segir hann.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira