Viðskipti erlent

Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum aftur yfir 7%

Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum hafa hækkað mikið í gærdag og í morgun og eru nú komnir í tæp 7,3%.

Þetta er rakið til vonbrigða fjárfesta með ræðu Mario Draghi bankastjóra Evrópska seðlabankans í gærdag. Fyrir ræðu Dragi voru spænsku vextirnir komnir niður í 6,4%.

Þegar vextir á ríkisskuldabréfum fara yfir 7% eru skuldir viðkomandi ríkis taldar ósjálfbærar.

Þá hafa vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum til 10 ára einnig hækkað töluvert og standa nú í tæpum 6,3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×